Skagafjörður

101 tekinn fyrir of hraðan akstur um helgina

Hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra var mikið að gera í umferðareftirliti um helgina enda veður gott og margt fólk á ferðinni í vetrarfríi skóla. Akstursskilyrði víðast hvar góð enda vegir víðast orðnir auðir í umdæminu.
Meira

Héraðsbókasafn Skagfirðinga komið með aðgang að Rafbókasafninu

Héraðsbókasafn Skagfirðinga hefur nú opnað fyrir aðgang að Rafbókasafninu en safnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna og Borgarbókasafns Reykjavíkur. Þessi nýjung gerir notendum bókasafnsins kleift aðnálgast fjölda titla af hljóð- og rafbókum á auðveldari hátt en hingað til. Enn sem komið er er meginhluti efnisins er á ensku en stefnt er að því að auka framboð á íslensku efni sem fyrst.
Meira

Vel heppnaðir konudagstónleikar

Kvennakórinn Sóldís hélt sína árlegu konudagstónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í gær að viðstöddu fjölmenni. Eftir mikið klapp og aukalög buðu kórkonur gestum upp á dýrindis veisluborð.
Meira

Silfur og brons hjá systkinum á Afmælismóti Júdósambands Íslands

Afmælismót Júdósambands Íslands fyrir yngri flokka var haldið í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur sl. laugardag og átti Júdódeild Tindastóls tvo fulltrúa á mótinu. Fjórir iðkendur Júdódeildar Tindastóls voru skráðir til leiks á mótinu en tveir þeirra, Þorgrímur Svavar Runólfsson og Tsvetan Tsvetanov Michevski, hættu við þátttöku vegna meiðsla.
Meira

Góðir hlutir gerast hægt - Liðið mitt Bryndís Rut Haraldsdóttir

Bryndís Rut Haraldsdóttir leikmaður mfl. kvenna hjá Tindastóli og fyrrverandi markmaður U19 landsliðsins er gallharður stuðningsmaður Liverpool. Hún er reyndar gallhörð í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur meira að segja að vera Seylhreppingur, þó hann heyri nú sögunni til. Hún er frá Brautarholti en segist að sjálfsögðu búa á Laugavegi 15 í póstnúmeri 560, þ.e. í Varmahlíð. Bryndís sækir vinnu til Sauðárkróks og starfar sem verkamaður hjá þjónustumiðstöð Skagafjarðar. Bryndís svarar hér spurningum í Liðið mitt.
Meira

Áhugamaður um forvarnir áfengis og vímuefnaneyslu

Sigurður Páll Jónsson kemur nýr inn í þingmannalið Norðvesturkjördæmis en hann sat sem varamaður á Alþingi haustið 2013. Sigurður Páll býr í Stykkishólmi, kvæntur Hafdísi Björgvinsdóttur og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Sigurður er menntaður rafvirki og með skipstjórnar og vélstjórapróf á báta að 30 tonnum og hefur starf hans verið sjómennska undanfarin ár auk þess að vera varaþingmaður og bæjarfulltrúi í Stykkishólmi síðan árið 2014. Sigurður Páll er þingmaður vikunnar á Feyki.
Meira

Arto Paasilinna og Jón Kalman Stefánsson meðal uppáhaldshöfunda

Það er Guðmundur Jónsson á Hvammstanga sem situr fyrir svörum í Bók-haldinu að þessu sinni. Guðmundur er 56 ára gamall og starfar við Bókasafn Húnaþings vestra sem bókavörður, eða sem deildarstjóri útlánadeildar, eins og hann titlar sig til gamans. Guðmundur er Húnvetningur í húð og hár en hann er uppalinn á Ytri-Ánastöðum á Vatnsnesi þar sem hann bjó til ársins 1995 þegar hann flutti til Hvammstanga. Síðustu 14 árin hefur hann unnið á bókasafninu og unir hag sínum vel meðal bókanna.
Meira

Býr til músík í bílskúrnum - Ásgeir Bragi eða Ouse

Ungur Króksari, Ásgeir Bragi Ægisson, hefur vakið athygli á netinu, með flutningi laga sinna ekki síst á YouTube rás sinni Ouse. Ásgeir á ekki langt að sækja músikhæfileikana en hann er sonur Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar fjöllistamanns og Guðbjargar Bjarnadóttur framhaldsskólakennara.
Meira

Skemmtilegt samstarf um reiðkennslu á milli skólastiga í Skagafirði

Aðsent Hlín Mainka Jóhannesdóttir og Arndís Björk Brynjólfsdóttir
Meira

Atriði frá Tónadansi fékk viðurkenningu á Nótunni

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, var haldin hátíðleg þann 9. febrúar sl. með svæðistónleikum fyrir Norður- og Austurland sem haldnir voru í Hofi á Akureyri. Alls tóku sex atriði úr Skagafirði þátt í hátíðinni, eitt frá Tónadansi og fimm frá Tónlistarskóla Skagafjarðar.Ekki gekk þátttakan áfallalaust fyrir sig eins og sjá má í eftirfarandi frétt sem Kristín Halla Bergsdóttir hjá Tónadansi sendi okkur:
Meira