Skagafjörður

Samþykkt að setja upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð

Á fundi Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. júní sl. var tekin ákvörðun um að ráðast í að setja upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð. Fyrir fundinum lágu drög að teikningum og kostnaðarmati.
Meira

Ungbarnaumræðan í öðru ljósi

Áskorandapenninn Eyþór Fannar Sveinsson
Meira

Drangey Music Festival í kvöld

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival verður haldin í kvöld og verður þá mikið um dýrðir á Reykjum á Reykjaströnd. Eins og segir á Facebooksíðu hátíðarinnar verður áherslan á frábæra tónlist og fallega stemmingu í glæsilegri náttúru þar sem Drangey blasir við. Í samtali við Rás 2 í morgun sagði Áskell Heiðar, einn af forsprökkum hátíðarinnar, að útlit væri fyrir góða samkomu og Íslendingar ættu ekki að vera í vandræðum með að klæða af sér kuldann þó hann blési af norðrinu en það ætti nú reyndar að hægja með kvöldinu.
Meira

Hester kemur á Krókinn á ný

Antonio Kurtis Hester mun leika með Tindastóli næsta vetur í körfuboltanum en samningar hafa verið undirritaðir þar um. Þetta eru góðar fréttir fyrir leik- og stuðningsmenn Stólanna og ekki síst þjálfarans sem hafði Hester sem fyrsta kost sem erlendan leikmann liðsins. Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, tóku samningaumleitanir nokkurn tíma enda mörg lið á eftir kappanum bæði hérlendis sem og erlendis.
Meira

Viðræður um sameiningu sveitarfélaga

Undanfarið hafa Sveitarfélagið Skagafjörður og Skagabyggð átt óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Þetta var rætt á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. júní sl. og sat Vignir Sveinsson, oddviti Skagabyggðar, fundinn undir þeim dagskrárlið.
Meira

Lummur, lummur og fleiri lummur

Þar sem Lummudagar verða í Skagafirði um helgina er tilvalið að rifja upp nokkrar lummuuppskriftir sem birtust í Feyki fyrir tveimur árum síðan.
Meira

Leikið í átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í kvöld

Meistaraflokkur Tindastóls í kvennafótboltanum mun etja kappi við Grindavík í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Leikið er í Grindavík og hefst leikurinn kl 19:15. Tindastóll lagði Fylki 2-1 í 16 liða úrslitum fyrr í mánuðinum þar sem Eva Banton og Madison Cannon skoruðu mörk Tindastóls. Allir sem tök hafa á eru hvattir til að mæta og hvetja stúlkurnar til sigurs.
Meira

Þverárfjallsvegur lokaður tímabundið

Veginum um Þverárfjall hefur verið lokað tímabundið þar sem unnið er að því að koma tengivagni flutningabíls, sem fór þar á hliðina í gær, aftur á réttan kjöl. Reiknað er með því að aðgerðin geti tekið um tvo tíma en tilkynning um lokunina var sett á vef Vegagerðarinnar kl. 15:46 í dag.
Meira

Komnir í mark

Félagarnir í Team Drangey, eða Hjólreiðafélaginu Drangey, eru nú komnir í mark í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon eftir að hafa hjólað 1358 km kringum landið. Liðið varð það 47. í röðinni hjá 10 manna liðum á tímanum 44:12:28.
Meira

1219 kærðir frá áramótum

Nú fer enn ein helgin í hönd með fríum og ferðalögum og er ekki úr vegi að minna ferðalanga á að gæta varúðar og muna að best er að koma heill heim og að hálftími til eða frá skiptir sjaldnast öllu máli. Sem betur fer hefur lögreglan vökult auga á vegum úti og á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að frá áramótum hafi 1219 ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu sem er mikil aukning frá því á sama tíma í fyrra þegar sambærileg tala var 556 ökumenn.
Meira