Skagafjörður

Tindastóll og Leiknir skiptu stigunum á milli sín

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Leiknis Fáskrúðsfirði í 8. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Leikið var á gervigrasvellinum á Króknum og varð úr hinn mesti baráttuleikur sem á köflum var ansi líflegur. Leiknismenn voru yfir í leikhléi en Stólarnir komu fjallbrattir til leiks í síðari hálfleik og komust yfir en gestirnir jöfnuðu skömmu fyrir leikslok og lokatölur því 2-2.
Meira

Guðlaugur Þór fundaði með efnahagsmálaráðherra Tyrklands

Mannréttindi og mál Hauks Hilmarssonar voru á meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Nihat Zeybekci, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, ræddu á fundi á Hofsstöðum í Skagafirði í morgun. Guðlaugur Þór kom ennfremur á framfæri gagnrýni á hernað Tyrkja í Norður-Sýrlandi. Zeybekci er staddur hér á landi í tengslum við ráðherrafund EFTA sem nú stendur yfir á Sauðárkróki en í morgun var skrifað undir uppfærðan fríverslunarsamning EFTA og Tyrklands á Hólum í Hjaltadal. Áður en samningurinn var undirritaður áttu þeir Guðlaugur Þór stuttan fund.
Meira

Ánægjulegt að sá EFTA ríkin funda í Skagafirði

Þegar ég tók við sem utanríkisráðherra árið 2013 lá fyrir að fundur EFTA ríkjanna það ár yrði haldinn í Vestmannaeyjum. Ég tók þá strax ákvörðun um að næsti fundur á Íslandi, árið 2018, yrði haldinn í Skagafirði og fer hann nú fram.
Meira

Fríverslunarsamningar undirritaðir á Hólum í dag

Tveir fríverslunarsamningar verða undirritaðir á Hólum í Hjaltadal í tengslum við ráðherrafund fríverslunarsamtaka Evrópu á Sauðárkróki í dag, 25. júní. Annars vegar verður skrifað undir nýjan fríverslunarsamning EFTA við Ekvador og hins vegar verður uppfærður fríverslunarsamningur við Tyrkland undirritaður á.
Meira

Innritunum í verk- og starfsnám fjölgar um 33%

Nemendum sem innritast á verk- eða starfsnámsbrautir framhaldsskóla fjölgar umtalsvert, eða hlutfallslega um 33% frá síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun var mest ásókn í nám í rafiðngreinum, til dæmis rafeindavirkjun, rafveituvirkjun, rafvélavirkjun, rafvirkjun og hljóðtækni en einnig í málmiðngreinar svo sem blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun.
Meira

Nanna Rögnvaldar sæmd riddarakrossi

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní sæmdi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Meðal þeirra var Skagfirðingurinn Nanna V. Rögnvaldardóttir rithöfundur sem hlaut riddarakross fyrir ritstörf á sviði matarmenningar. Feykir hafði samband við Nönnu og byrjaði á að spyrja hvort þessi heiður hafi komið henni á óvart?
Meira

Fljótleg og góð súpa og ís á eftir

Eggert Þór Birgisson og Birgitta Pálsdóttir á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í 25. tbl. Feykis árið 2013 buðu upp á fljótlega súpu og ís á eftir. „Uppskriftin er af súpu sem Birgitta fékk hjá góðum vinnufélaga. Súpan er fljótleg og góð. Eftirmaturinn er ís með heitri sósu. Við skorum á Ásdísi Árnadóttur og Arnþór Gústafsson að koma með næstu uppskrift."
Meira

Í fótbolta er gaman

Það er óhætt að fullyrða að landinn sé heltekinn af fótboltahita þessa dagana en eins og allir vita er íslenska landsliðið á HM í Rússlandi og spila þar einmitt í dag sinn annan leik. Það verður líka nóg af fótbolta á Króknum um helgina en þá fer Landsbankamótið fram á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki og nú fyrr í vikunni var samæfing yngri flokka Tindastóls, Smára og Neista á nýja gervigrasvellinum.
Meira

Skemmtileg helgi framundan

Um helgina fara fram hinir árlegu Lummudagar í Skagafirði en þeir voru fyrst haldnir árið 2009 og er þetta því í tíunda skiptið sem Skagfirðingar skreyta götur og heimreiðar með sínum litum.
Meira

Hólmar Örn og Lengri leiðin

Sjónvarpsstöðin N4 hefur undanfarið sýnt þætti um liðsmenn íslenska fótboltalandsliðsins frá landsbyggðunum og er Skagfirðingurinn Hólmar Örn Eyjólfsson á meðal þeirra. Í þættinum um Hólmar Örn kemur fram að lengi framan af hafði hann takmarkaðan áhuga á fótbolta en þegar á unglingsárin var komið ákvað hann að gefa sig allan í sportið og fara alla leið.
Meira