Skagafjörður

Framleiðsla á mann er hvergi minni en á Norðurlandi vestra

Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, hefur gefið úr skýrsluna Hagvöxtur landshluta 2008-2015 og er þetta í áttunda skipti sem slík skýrsla er unnin. Nokkrar af helstu niðurstöðum skýrslunnar eru að hagvöxtur á tímabilinu mældist 3% á höfuðborgarsvæðinu en 6% utan þess. Framleiðsla jókst mest á Suðurnesjum, Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Lítill vöxtur var á Austurlandi og Norðurlandi vestra og að á Vestfjörðum dróst framleiðsla saman.
Meira

Tókst í annarri tilraun að brjóta kampavínsflöskuna - Myndband

Þegar Drangey SK 2 var formlega gefið nafn í gær á höfninni á Sauðárkróki vildi ekki betur til en svo að kampavínsflaskan sem sveiflað var í hlið skipsins brotnaði ekki fyrr en í annarri tilraun. Merkilegt hvað seigt er í þessum flöskum nú til dags.
Meira

Var í fernum úrslitum á Íslandsmótinu

Íþróttagarpurinn - Júlía Kristín Pálsdóttir
Meira

Hátíðleg stund á höfninni - Myndasyrpa

Fjöldi fólks var viðstatt hátíðlega vígslu og skírn Drangeyjar SK 2, nýjasta togara flotans fyrr í dag. Áður en Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Svf. Skagafjarðar, lét kampavínsflöskuna skella á skipsskrokki, höfðu Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri; Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood; Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og Ásta Pálmadóttir haldið tölu í tilefni dagsins. Eftir að skipið hafði fengið nafn með formlegum hætti, blessaði séra Sigríður Gunnarsdóttir hið nýja og glæsilega skip og óskaði því velfarnaðar í framtíðinni.
Meira

Drangey á leið í land

Drangey, hið nýja skip FSK Seafood er á leið til hafnar á Sauðárkróki en þar verður haldin formleg móttaka í dag. Siglir skipið í fylgd Málmeyjar inn fjörðinn.
Meira

Handanheimar og tilgangur lífsins - Viðtal við Þórhall Guðmundsson miðil

Þórhallur Guðmundsson er löngu orðinn landskunnur fyrir miðilsstörf sín enda iðinn við að halda fundi víða um land sem og að hafa verið með þætti bæði í útvarpi og sjónvarpi fyrr á árum. Hann hefur haldið fundi reglulega á Sauðárkróki og myndað sterk tengsl við Skagfjörð og íbúa hans. Stutt er síðan Þórhallur hélt fundi á Sauðárkróki og freistaðist undirritaður til þess að taka hann tali og forvitnast um miðilshæfileikana, líf eftir dauðann og jafnvel tilgang lífsins.
Meira

Humarsúpa ala Áslaug og Oreo ostakaka

Matgæðingar Feykis í 32. tölublaði ársins 2015 voru þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd. Þau sendu inn girnilegar uppskriftir; humarsúpu að hætti Áslaugar í forrétt, beikon- og piparostafylltan hamborgara í aðalrétt, ásamt uppskrift af heimagerðu hamborgarabrauði, og loks Oreo ostaköku í eftirrétt.
Meira

Mældur á 162 km hraða á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar

Það var mikið um að vera Lögreglunni á Norðurlandi vestra síðastliðna viku samkvæmt fésbókarsíðu embættisins en þar hafa umferðarmál komið mikið við sögu. Alls voru 152 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og var sá hraðasti mældur á 162 km/klst á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar þar sem hámarkshraði er 90.
Meira

Lítill söngfugl - krúttmyndband

Hún Aníta Rún Indriðadóttir, sem er aðeins þriggja og hálfs árs gömul, sprengdi alla krúttskala þegar móðir hennar birti þetta skemmtilega myndband(sjá neðar í frétt) af henni syngja frumsamið lag á Facebook síðunni sinni um daginn. Myndbandið vakti mikla lukku enda ekki furða því hún Aníta virðist vera með alla taktana á hreinu og á vonandi eftir að halda áfram á þessari braut í framtíðinni.
Meira

Helgargóðgætið - lakkrís skyrkaka

Já það er að koma helgi og veðurspáin ætlar að bjóða upp á rigningu og þá heillar mig lítið að fara í útilegu eins og planið var. Þá er spurning um að baka eitthvað annað en vandræði og prófa að setja í þessa góðu skyrköku sem ég smakkaði um daginn...... Mmmmmmm góð var hún og ef þér finnst bæði lakkrís og piparkökur góðar þá mæli ég með að skella í þessa um helgina.
Meira