1219 kærðir frá áramótum

Nú fer enn ein helgin í hönd með fríum og ferðalögum og er ekki úr vegi að minna ferðalanga á að gæta varúðar og muna að best er að koma heill heim og að hálftími til eða frá skiptir sjaldnast öllu máli. Sem betur fer hefur lögreglan vökult auga á vegum úti og á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að frá áramótum hafi 1219 ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu sem er mikil aukning frá því á sama tíma í fyrra þegar sambærileg tala var 556 ökumenn.

Umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra nær frá Öxnadalsheiði að sunnanverðri Holtavörðuheiði. Áfram verður haldið uppi öflugu eftirliti í umdæminu og beinir lögreglan því til ökumanna að virða hámarkshraða og miða akstur við aðstæður hverju sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir