Framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra

Næstkomandi föstudag, þann 20. október, munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir ráðstefnu um framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra. Hún verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga, hefst kl. 13:00 og er áætlað að henni ljúki kl. 17:00. Ráðstefnan er öllum opin og er skráning á netfanginu ssnv@ssnv.is

Dagskráin er svohljóðandi:

13:00    Setning - Stefán Vagn Stefánsson formaður SSNV
              Ráðstefnustjóri - Gísli Einarsson
13:10    Ávarp landbúnaðarráðherra - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
13:30    Fleiri stoðir - Haraldur Benediktsson 1. þingmaður Norðesturkjördæmis
13:50    Hvar liggja tækifæri íslensks landbúnaðar? - Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands
14:10    Hvernig er hægt að lifa af yndisarði? - Sigríður Ólafsdóttir bóndi
14:30    Vörusmiðja Biopol, tækifæri til nýsköpunar - Þórhildur María Jónsdóttir verkefnastjóri
14:40    Hlé
15:00    Skógrækt sem þáttur í fjölbreyttari landbúnaði - Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri
15:20    Getur ferðaþjónustan stutt við hinar dreifðu byggðir á Norðurlandi vestra - Stefnía  Hjördís Leifsdóttir bóndi
15:40    Nýting landgæða - Eggert Kjartansson raforkubóndi
16:00    Atvinna og búseta í dreifbýli - Jóhannes G. Þorsteinsson tölvuleikjahönnuður
16:15    Samantekt og umræður
17:00    Ráðstefnuslit

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir