Hólmar Örn og Lengri leiðin

Sjónvarpsstöðin N4 hefur undanfarið sýnt þætti um liðsmenn íslenska fótboltalandsliðsins frá landsbyggðunum og er Skagfirðingurinn Hólmar Örn Eyjólfsson á meðal þeirra. Í þættinum um Hólmar Örn kemur fram að lengi framan af  hafði hann takmarkaðan áhuga á fótbolta en þegar á unglingsárin var komið ákvað hann að gefa sig allan í sportið og fara alla leið.

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að Ísland á leik við Nígeríu í dag og með sigri er Ísland komið í vænlega stöðu til að komast upp úr riðlinum og í 16 liða úrslit. Feykir sendir Hólmari og félögum góðar kveðjur með von um sigur í dag.

Þátt N4 um Hólmar Örn má sjá í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir