Jólatónleikar tónlistarskólanna

Jólatónleikar tónlistarskólanna verða haldnir næstu dagana og eru það viðburðir sem alltaf er skemmtilegt að sækja.
Tónlistarskóli Húnaþings vestra ríður á vaðið og heldur sína tónleika í dag, laugardag. Þeir verða í Hvammstangakirkju og er tímasetning þeirra klukkan 13:00, klukkan 15:00 og klukkan 17:00.
Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að koma með kaffibrauð og foreldrafélag tónlistarskólans býður upp á kakó sem allir njóta eftir hverja tónleika.

Tónlistarskóli A-Húnavatnssýslu heldur jólatónleika sína sem hér segir:

Á Húnavöllum  þriðjudaginn 12. desember klukkan 15:30.
Í Blönduósskirkju miðvikudaginn 13. desember klukkan 17:00.
Í Hólaneskirkju fimmtudaginn 14. desember klukkan 17:00.

Tónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar verða á eftirtöldum stöðum:

Í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum þriðjudaginn 12. desember klukkan 15:30.
Í Höfðaborg á Hofsósi  þriðjudaginn 12. desember klukkan 17:00.
Í Grunnskólanum austan Vatna á Sólgörðum miðvikudaginn 13. desember kl. 10:30.
Í matsal Árskóla fimmtudaginn 14. desember kl. 16:30 og 18:00.
Í Miðgarði föstudaginn 15. desember klukkan 16:00 og 18:00.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir