Komnir í mark

Team Drangey. Mynd: Facebooksíða Hjólreiðafélagsins Drangeyjar.
Team Drangey. Mynd: Facebooksíða Hjólreiðafélagsins Drangeyjar.

Félagarnir í Team Drangey, eða Hjólreiðafélaginu Drangey, eru nú komnir í mark í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon eftir að hafa hjólað 1358 km kringum landið. Liðið varð það 47. í röðinni hjá 10 manna liðum á tímanum 44:12:28.

Nú hafa safnast rúmlega 18 milljónir króna í áheit vegna keppninnar og rennur féð til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem mun sjá um að úthluta fénu til björgunarsveita landsins.

Alls hófu rúmlega 1.300 manns keppni að þessu sinni. Í B flokki, eða flokki 10 manna liða sem Team Drangey keppir í, voru 110 lið skráð til keppni svo þetta er sannarlega góður árangur hjá liðinu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir