MS yfirtekur mjólkurflutninga

Breytingar hafa orðið í mjólkursöfnun hjá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki og er það í samræmi við samkomulag sem gert var síðast liðið vor um að samræma hana á öllu landinu. Frá og með síðasta mánudegi tók Mjólkursamsalan því yfir mjólkursöfnun í Skagafirði af samlaginu.

Undirbúningur vegna þessara fyrirhuguðu breytinga hefur tekið töluverðan tíma og var haldinn kynningarfundur sl. föstudag fyrir bændur í Skagafirði þar sem fulltrúar MS og MKS mættu til að svara þeim spurningum sem upp komu.

Ekki fengust upplýsingar frá MKS um það hvað breytingarnar muni fela í sér fyrir fyrirtækið eða bændur í Skagafirði en heimildir herma að mjólk úr Húnavatnssýslum verður flutt í MKS sem áður var ekið til Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir