Nýr hótelstjóri á Deplum

Kristín Birgitta Gunnarsdóttir er nýr hótelstjóri á Deplum. Aðsend mynd.
Kristín Birgitta Gunnarsdóttir er nýr hótelstjóri á Deplum. Aðsend mynd.

Kristín Birgitta Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr hótelstjóri á lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Deplar Farm er rekið af bandaríska fyrirtækinu Eleven Experience.
Kristín Birgitta hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu og hefur meðal annars starfað hjá Icelandair og Icelandair Hotels. Þá var hún sölu- og markaðsstjóri á lúxushótelinu Tower Suites Reykjavík en þar var hún einn af lykilstarfsmönnum við opnun og mótun hótelsins. Kristín Birgitta hefur lokið MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Deplar Farm opnaði formlega árið 2016. Síðan þá hefur hótelið notið mikilla vinsælda allan ársins hring og er iðulega vel bókað. Dagskrá viðskiptavina Depla Farm er sérsniðin að þörfum þeirra og þar má finna þjónustu og gæði sem áður voru óþekkt á Íslandi.

Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi.
„Það er ánægjulegt að fá Kristínu Birgittu til starfa. Viðskiptavinir Eleven Experience á Deplum eru í góðum höndum hjá nýjum hótelstjóra og því starfsfólki sem leggur sig fram við að mæta þörfum gestanna hverju sinni. Við erum stolt af þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á Deplum og horfum björtum augum til framtíðar.“

Höfuðstöðvar Eleven Experience eru í Colorado í Bandaríkjunum en fyrirtækið rekur jafnframt lúxushótel, íbúðir og skíðaskála á framandi áfangastöðum víða um heim. Á öllum stöðum á þjónustan sameiginlegt að vera sérsniðin að þörfum viðskiptavina Eleven Experience með tilheyrandi útbúnaði, þægindum og möguleikum til afþreyingar og ævintýra. Eleven Experience leggur áherslu á sérsniðna upplifun gesta sinna, náttúruvernd og góða nýtingu á náttúruauðlindum.

Meira um Eleven Experience:
http://elevenexperience.com/
http://elevenexperience.com/experiences/hideouts/deplar-farm/step-inside/

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir