Ókeypis heilsufarsmæling SÍBS Líf og heilsa

Þessa dagana stendur íbúum Norðurlands vestra til boða ókeypis heilsufarsmæling á vegum forvarnarverkefnisins SÍBS Líf og heilsa eins og greint var frá á Feyki.is í síðustu viku. Í dag milli kl. 14:00 og 16:00 verður mælt á Skagaströnd og á Sauðárkróki milli kl. 8:00 og 15:00 á morgun en mælingum er lokið á öðrum stöðum.
Heilsugæslan á Sauðárkróki vill koma þeim skilaboðum til þeirra sem ætla að mæta í heilsufarsmælingu þar að gengið skuli inn við sjúkraþjálfun að sunnan en ekki aðalinngang.

Það er SÍBS ásamt HjartaheillSamtökum lungnasjúklinga og Samtökum sykursjúkra sem standa að verkefninu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðin þátttaka í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir