Samþykkt að setja upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð

Litla rennibrautin við sundlaugina í Varmahlíð nýtur mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni.
Litla rennibrautin við sundlaugina í Varmahlíð nýtur mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni.

Á fundi Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. júní sl. var tekin ákvörðun um að ráðast í að setja upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð. Fyrir fundinum lágu drög að teikningum og kostnaðarmati.

Akrahreppur á sundlaugina ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði og var málið tekið fyrir á fundi samstarfsnefndar sveitarfélaganna þann 20 júní sl. þar sem málinu var vísað til lokaafgreiðslu hjá Byggðarráði. Hreppsnefnd Akrahrepps hafði áður samþykkt framkvæmdina. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir