Skemmtileg helgi framundan

Hér er verið að skreyta eins og lög gera ráð fyrir. Mynd af FB-síðu Lummudaga.
Hér er verið að skreyta eins og lög gera ráð fyrir. Mynd af FB-síðu Lummudaga.

Um helgina fara fram hinir árlegu Lummudagar í Skagafirði en þeir voru fyrst haldnir árið 2009 og er þetta því í tíunda skiptið sem Skagfirðingar skreyta götur og heimreiðar með sínum litum. 

Að sögn Steinunnar Gunnsteinsdóttur verða Lummudagar með svipuðu móti og verið hefur undanfarin ár nema hvað skemmtiatriðin verða önnur og má þar nefna Björgvin Franz með barnaskemmtun. Þá hafa aldrei verið jafn margir markaðir settir upp um allan fjörð og nú.

Stórtónleikar V.S.O.T. verða haldnir á föstudagskvöldinu í Bifröst en þar koma fram þekkir sem óþekkir skagfirskir tónlistarmenn ásamt utanhéraðsspilurum.

Landsbankamótið fer einnig fram um helgina á Króknum en það er fótboltamót fyrir stelpur í 6. flokki.  Það hefur vaxið ár frá ári og má búast við fjölda keppenda í ár. Tilvalið að skreppa á völlinn og sjá ungviðið reyna sig í boltanum.

Nánar má sjá hvað Lummudagar hafa upp á að bjóða á Facebook HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir