Skagafjörður

Brjóstamiðstöð Landspítalans er með brjóstaskimun í samstarfi við Heilsugæsluna á Sauðárkróki 8. - 12. apríl / 8 – 12 Kwiecień

Brjóstamiðstöð Landspítala verður í samstarfi við Heilsugæsluna á ferð um landið vorið 2024 með brjóstaskimun. Lögð er rík áhersla á að konur nýti sér þessa þjónustu, sjá leiðbeiningar um bókun hér að neðan.
Meira

Sigmar Þorri sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Skagafirði

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði var haldin í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í alls 23 skipti í Skagafirði. Allt frá degi íslenskrar tungu á ári hverju er markvisst unnið með framsögn í skólastarfi grunnskólanna og allir nemendur sjöundu bekkja taka þátt og fá þjálfun í því að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Meira

Landsvirkjun býður í fræðslumolakaffi á Blönduósi þann 20. mars

Landsvirkjun býður til upplýsingafundar um samspil náttúru og lífríkis við orkuvinnslu við Blöndu miðvikudaginn 20. mars í félagsheimilinu á Blönduósi. 
Meira

"Fegrunarmörk" - sýningaropnun

Listsýningin "Fegrunarmörk" verður opnuð í Hillebrandtshúsi laugardaginn 16. mars nk. kl. 16:00.
Meira

Laus staða prests auglýst í Skagafjarðarprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmi

Biskup Íslands hefur nú óskað eftir presti til þjónustu við Skagafjarðarprestakall, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Umsóknarfrestur er til 1.apríl næstkomandi og miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2024.
Meira

Ársþing SSNV 2024

Á vef SSNV segir að 32. Ársþing SSNV verður haldið fimmtudaginn 11. apríl 2024. Að þessu sinni verður ársþing haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi í Húnabyggð. Húsið opnar með morgunhressingu kl. 9.00. Dagskrá hefst með þingsetningu kl. 9.30 og stendur til 14.30.
Meira

Heiðdís Pála söng sig inn í söngkeppni Samfés

Á Facebook-síðu Húsi frítímans segir að Heiðdís Pála Áskelsdóttir hafi keppti fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Friðar á Norður Org, sem er söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, síðastliðinn föstudag og var keppnin að þessu sinni haldin á Dalvík. Heiðdís Pála stóð sig gríðarlega vel sem skilaði henni þátttökurétti á Söngkeppni Samfés sem haldin verður í byrjun maí fyrir hönd Friðar.  Til hamingju Heiðdís Pála og gangi þér vel í maí. 
Meira

Vilt þú taka þátt í að efla íþróttastarf?

ÍSÍ og UMFÍ leitar að sextán hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingum með brennandi áhuga á íþróttastarfi á Íslandi til að taka þátt í að byggja upp öflugt starf íþróttahéraða á öllu landinu. Starfsmennirnir verða staðsettir á átta svæðastöðvum um allt land en tveir starfsmenn verða á hverri stöð.
Meira

Pavel í veikindaleyfi - virðum friðhelgi hans í bataferlinu

Í ljósi veikindaforfalla Pavels Ermolinskij hefur verið ákveðið að Svavar Atli Birgisson taki tímabundið við sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls í körfuknattleik karla. Honum til aðstoðar verður Helgi Freyr Margeirsson.
Meira

Upplýsingafundur um riðu á Norðvesturlandi í kvöld á Blönduósi

Matvælastofnun boðar til upplýsingafundar um riðu þriðjudaginn 12. mars kl. 20:00, í BHS-salnum að Húnabraut 13 á Blönduósi. Fulltrúar MAST og RML hafa framsögu og sitja fyrir svörum. Fundurinn er öllum opinn.
Meira