Það var lagið

Jólalag dagsins - Í Syngjandi Jólasveiflu

Þar sem kominn er laugardagur er tilvalið að koma sér í sannkallaða jólasveiflu. Skagfirski tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson gaf út jólaplötu með frumsömdum lögum fyrir jólin 2013, Jólastjörnur Geirmundar. Þá hafði ekki komið plata frá Geirmundi frá árinu 2008.
Meira

Jólalag dagsins - Það koma vonandi jól

Spéfuglarnir í Baggalúti voru vongóðir um að það kæmu jól eftir hrunið árið 2008 og sendu frá sér lagið Það koma vonandi jól við texta Braga Valdimars Skúlasonar. Upphaflega sömdu Gibb-bræður lagið árið 1980 og nefndu „Woman in Love“ og Barbaru Streisand sem flutti.
Meira

Jólalag dagsins - Nú mega jólin koma fyrir mér

Jólaplatan Nú stendur mikið til varð sígild um leið og hún kom út fyrir jólin 2010 en nokkur lög hafa verið ansi vinsæl og Nú mega jólin koma fyrir mér kannski það sem þykir hvað best. Það er Sigurður Guðmundsson og Memfismafían sem hér flytja það skemmtilega lag.
Meira

Jólalag dagsins - Alein um jólin

Þær Svala Björgvins og Ragga Gísla sungu lagið Alein um jólin í Jólagestum 2016. En eins og segir í textanum ætti enginn að þurfa að vera aleinn um jólin. Pössum upp á náungann og þá sem á stuðningi þurfa að halda og þá geta allir átt góð jól.
Meira

Jólalag dagsins – Haltu utan um mig

Jæja þar sem 1. desember er mættur er komið að því að jólalögin fái spilun á Feyki.is. Við byrjum á Króksaranum Sverri Bergmann sem syngur glænýtt jólalag með Jóhönnu Guðrúnu en hún sendi frá sér plötu á dögunum sem ber heitið Jól með Jóhönnu.
Meira

Tíminn flýgur :: Nýr diskur Guðmundar Ragnarssonar og Róberts Óttarssonar

Á dögunum kom út fimm laga geisladiskur Guðmundar Ragnarssonar og Róberts Óttarssonar á Sauðárkróki og fengu þeir félagar Úlf Úlfinn, Helga Sæmund, í lið með sér en hann sá um hljóðfæraleik, útsetningar og upptökur fjögurra laganna. Fimmta lagið var hins vegar unnið í Stúdíó Benmen á Króknum þar sem Fúsi Ben lék á trommur, bassa og undirgítar en Magnús Jóhann Ragnarsson á Hammond og Reynir Snær Magnússon á gítar.
Meira

Ásgeir Bragi eða Ouse gerir risasamning við Twelve Tones

Ásgeir Bragi Ægisson á Sauðárkróki, hefur heldur betur skotist upp á stjörnuhiminninn með tónlist sína en hann hefur nú gert plötusamning við útgáfufyrirtækið Twelve Tones í Bandaríkjunum. Ásgeir segir samninginn hefðbundinn en niðurstaðan varð sú að semja við þetta fyrirtæki eftir mikla vinnu og samtöl við ýmsa aðra útgefendur. „Okkur leist bara mjög vel á þetta og enduðum á að samþykkja samningin frá þeim,“ segir Ásgeir.
Meira

Ungir sem pínu eldri gefa út tónlist

Það er talsverð gróska í skagfirsku tónlistarlífi þessar vikurnar og nokkrir flytjendur að smella nýjum lögum á Spottann og jafnvel víðar. Feykir tók saman smá yfirlit yfir flóruna eða í það minnsta það sem rak á fjörurnar.
Meira

Malen syngur Please Don't Go

Nýlega gaf Malen Áskelsdóttir út frumsamið lag, Please Don't Go, en hún er Króksari, dóttir Völu Báru og Áskels Heiðars. Hún sendi frá sér lag í vor sem var hressilegt en nú er hún á ljúfari nótum. Malen var í söngnámi í Kaupmannahöfn í fyrra en auk þess að syngja spilar hún á hljómborð og gítar. Fyrst lærði hún þó á fiðlu hjá Kristínu Höllu. Malen segir lesendum frá því hvernig lagið varð til.
Meira

Stólastúlkur áberandi í Feyki vikunnar

Í tilefni glæsilegs árangurs kvennaliðs Tindastóls í fótbolta í sumar er Feykir vikunnar undirlagður viðtölum og umfjöllunum um ævintýri litla félagsins á Króknum. Að sjálfsögðu er annað bráðgott efni líka og dugar ekki minna en 16 síður þessa vikuna. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Húnaþingi setti á sig svuntuna og er matgæðingur vikunnar og býður upp á spennandi lambafille sem fyrsta rétt og svo kjötsúpu fyrir hálft hundrað manns. Í leiðara eru smá hugrenningar um nýja stjórnarskrá og gamla, fréttir á sínum stað og afþreying.
Meira