Það var lagið

Fólk spennt fyrir bókinni Á Króknum 1971 - Myndband

Húsfyllir var í gær er Ágúst Guðmundsson kynnti nýútkomna bók sína Á Króknum 1971 í útgáfuteiti sem haldið var á KK restaurant á Sauðárkróki. Bókin er gefin út í tilefni 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks, sem er á þessu ári, en 1971 voru árin 100. Feykir mætti á staðinn og myndaði stemninguna.
Meira

Ouse með nýtt lag

Nýtt lag, Anxiety, er komið út með tónlistarmanninum Ouse, Ásgeiri Braga Ægissyni á Sauðárkróki. Skemmtilegt myndband með laginu má finna á YouTube en það er gert af Toon53 Productions og gefur fjöldi hlustenda laginu og myndbandinu góða einkunn í athugasemdakerfinu.
Meira

Textílbókverkasýningin Spor opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu

Bókverkasýningin SPOR | TRACES var opnuð sl. sunnudag í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi en þar er um samsýningu listamanna frá fimm löndum að ræða. Fyrir verkefninu fer bókverkahópurinn ARKIR, sem telur ellefu íslenskar listakonur, en leiðir þátttakenda í sýningunni lágu saman í gegnum áhuga þeirra á þessu tvennu: bókverki og textíl.
Meira

Fjöldatakmarkanir rýmkaðar og nándarreglan styttist

Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður einn metri í stað tveggja. Á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að á sitjandi viðburðum verði engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis.
Meira

N4 sýnir Á frívaktinni á sjómannadaginn

Síðustu sýningar Leikfélags Sauðárkróks á leikritinu Á frívaktinni verða nú um helgina og sú allra síðasta nk. sunnudag. Aðsókn hefur verið mjög góð og uppselt á flestar sýningar og er svo einnig á þessar síðustu. Að sögn Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, formanns LS, er alltaf slæmt að hætta fyrir fullu húsi en ekki er mögulegt að halda áfram vegna ýmissa ástæðna.
Meira

Leikarar og starfsfólk Á frívaktinni sungu fyrir einangraða sminku

Sýningar Leikfélags Sauðárkróks á Á frívaktinni fara af stað á ný eftir tveggja vikna Covid-pásu en eftir mikið púsl og skipulagspælingar á æfingatímabilinu náðist að frumsýna þann 7. maí sl. Daginn eftir fór allt í baklás á Sauðárkróki eftir hópsmit og fór svo að Regína Gunnarsdóttir, ein þeirra sem sminkar leikarana, endaði í sóttkví og síðar í einangrun vegna smits. Í gær fékk hún heimsókn leikara og starfsfólks sýningarinnar sem sungu fyrir utan heimili hennar.
Meira

Á frívaktinni af stað á ný - "Mæli ég eindregið með því að fjölmenna á þessa skemmtilegu sýningu"

Sýningar Leikfélags Sauðárkróks á leikritinu Á frívaktinni fara af stað á ný eftir tveggja vikna hlé vegna Covid aðgerða í kjölfar hópsmits sem kom upp á Sauðárkróki. Leikfélagið náði að frumsýna verkið föstudagskvöldið 7. maí en daginn eftir var allt komið í lás. Næsta sýning á morgun fimmtudag. Alls er gert ráð fyrir níu sýningum þetta leikár og samkvæmt sýningarplani verður lokasýning þriðjudaginn 1. júní. Soffía Helga Valsdóttir kíkti í leikhús og ritaði umsögn um upplifun sína á frumsýningu LS, sem birtist í 19. tbl. Feykis.
Meira

Uppskriftarbók Öbbu komin á Karolinafund

„Hvað get ég sagt annað en það hvað ég er þakklát! Söfnunarsíðan fyrir bókinni er komin í loftið, án ykkar hefði ég aldrei farið af stað með þetta verkefni mitt,“ skrifar Fjóla Sigríður Stefánsdóttir á Fésbókarsíðu sína en hún stefnir á að gefa út matreiðslubók með uppskriftum móður sinnar, Aðalbjargar Vagnsdóttur eða Öbbu eins og allir kölluðu hana. Þær mæðgur bjuggu á Sauðárkróki en Fjóla Sigríður býr nú í Kópavogi en Abba lést þann 28. október síðastliðin eftir erfið veikindi.
Meira

„Þessi hópur er alveg einstaklega skemmtilegur og skapandi,“ segir Pétur Guðjónsson leikstjóri og höfundur Á frívaktinni

Leikfélag Sauðárkróks fumsýnir á heimsvísu Á frívaktinni, frumsamið leikrit Péturs Guðjónssonar sem leikstýrt hefur hér á Krók bæði hjá LS og Nemendafélagi Fjölbrautaskólans. Titillinn vísar í samnefndan útvarpsþátt sem var mjög vinsæll á sínum tíma á Rás 1 og var óskalagaþáttur fyrir sjómenn. Sjómannalögin eru allsráðandi í verkinu og segir höfundurinn að áhrif þáttarins komi við sögu. Auk þess að semja verkið, leikstýrir Pétur því einnig.
Meira

Skagfirsku tónlistarmennirnir ungu Atli Dagur og Haukur Sindri gefa út nýtt lag

Út er komið nýtt lag Breaking out frá tónlistardúettinum Azepct, sem þeir Atli Dagur Stefánsson og Haukur Sindri Karlsson glæða lífi. Lagið er seinasti singullinn af fyrstu plötu þeirra félaga sem mun koma út seinna í sumar.
Meira