Vill heyra fuglasöng og öldugjálfur á sunnudagsmorgni / INGIMAR ODDS

Að þessu sinni er það Ingimar Oddsson (1968) sem svarar Tón-lystinni en hann er nú búsettur á Akranesi. Ingimar var á sínum tíma einn af meðlimum stuðsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd sem slógu rækilega í gegn með Stæltum strákum árið 1988 og sigruðu Músíktilraunir sama ár.

Ingimar er sannkallaður fjöllistamaður; tónlistarmaðurrithöfundurleikari og  myndlistarmaður auk þess að vera (sennilega) eini gufupönkari (Steampunk) landsins. Á Wikipedíu segir: Ingimar hefur sungið í söngleikjum, meðal annars með Íslensku óperunni. Hann samdi leikverkið Lindindin rokkópera og setti það upp í Íslensku óperunni árið 1995. Árin 1995-1998 var hann formaður leikfélagsins Theater. Ingimar hefur sungið með hljómsveitunum Reykjavíkur quintet, Lærisveinar Fagins og Jó-jó frá Skagaströnd. Árið 2009 gaf Ingimar út diskinn Out of the mist sem inniheldur frumsamda raftónlist og einnig hafa komið út átta lög á safnplötum sem hann hefur samið eða sungið. Hann hefur líka unnið að tónlist fyrir tölvuleiki.

Þá er gaman að segja frá því að Ingimar er að setja upp Dularfullu búðina á Akranesi en það er fjöllistahús í gufupönk stíl sem stendur til að opna í maí – þar verður margt sem mun gleðja augu og eyru og 

Hvaða lag varstu að hlusta á? Einhvern Jazz

Uppáhalds tónlistartímabil? Charleston og íslensku gullárin með Hauki Morthens og Alfred Clausen í fararbroddi.

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Electro swing.

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Steampunk, Electro swing, klassík og jazz.

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Picture Book með Simply Red.

Hvaða græjur varstu þá með? Engar.

Hver var fyrsta lagið sem þú mannst eftir að hafa fílað í botn? Union of the Snake með Duran Duran.

Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Happy new year með ABBA.

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Electro Swing.

Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Fuglasöng og öldugjálfur … og kannski klassíska eða rómantíska strengjatónlist.

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég færi til Bayeruth og hlustaði á Niflungahringinn eftir Wagner. Ég tæki líklega konuna með.

Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Rammstein … Ég tók bílpróf svo seint.

Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Richard Wagner.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Svarta platan með Metallica.

Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum? Líklega lögin úr kvikmyndinni Amelie eftir Yann Tiersen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir