V-Húnavatnssýsla

Lummur, lummur og fleiri lummur

Þar sem Lummudagar verða í Skagafirði um helgina er tilvalið að rifja upp nokkrar lummuuppskriftir sem birtust í Feyki fyrir tveimur árum síðan.
Meira

1219 kærðir frá áramótum

Nú fer enn ein helgin í hönd með fríum og ferðalögum og er ekki úr vegi að minna ferðalanga á að gæta varúðar og muna að best er að koma heill heim og að hálftími til eða frá skiptir sjaldnast öllu máli. Sem betur fer hefur lögreglan vökult auga á vegum úti og á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að frá áramótum hafi 1219 ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu sem er mikil aukning frá því á sama tíma í fyrra þegar sambærileg tala var 556 ökumenn.
Meira

Góð ráð við grillið

Nú standa fyrir dyrum mikil götugrill í Skagafirði í tilefni Lummudaga og að sjálfsögðu er grillvertíðin á fullu hjá landsmönnum öllum. Því er ekki úr vegi að birta þessar leiðbeiningar til grillara sem Matvælastofnun sendi frá sér. Þar segir:
Meira

Fólksfjöldi stendur í stað á Norðurlandi vestra

Fólksfjöldi stendur í stað á Norðurlandi vestra síðustu tvö árin en sé litið til 15 síðustu ára kemur í ljós að fækkað hefur um 0,7% og er það eini landshlutinn fyrir utan Vestfirði þar sem fóki hefur ekki fjölgað undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslensk sveitarfélög 2017.
Meira

Fleiri húnvetnskar ár að opna

Laxveiði er nú hafin í Laxá á Ásum sem og í Vatnsdals- og Víðidalsá og fer vel af stað.
Meira

Veiði fer vel af stað í Miðfjarðará

Laxveiði er nú hafin í Miðfjarðará og lofar byrjunin góðu. Fyrsta daginn, þann 15. júní, veiddust 44 laxar sem er með því besta sem veiðst hefur á opnunardegi í ánni. Morgunvaktin skilaði 23 löxum og 21 lax veiddist á síðdegisvaktinni. Flestir voru laxarnir, sem veiddust á öllum svæðum, í stærri kantinum, vænir tveggja ára laxar um 85-93 sentímetrar að lengd. Mest veiddist á hitch.
Meira

Munum þá sem gleyma

Alþingi fjallaði um mörg mál á nýafstöðnu þingi og nokkur þeirra hlutu samþykki sem lög eða þingsályktanir eða var vikið til hliðar. Þetta 146. þing fer þó fjarri því í sögubækurnar sem árangursríkt og afkastamikið. Sum málanna teljast aðkallandi, brýn og þörf en fengu ekki framgang. Það sem efst var á forgangslista Samfylkingar voru eins og jafnan áður velferðarmálin, m.a. þau sem lúta að barnafjölskyldum, bættri heilbrigðisþjónustu, húsnæðismálum, sjúkratryggingum, málefnum eldri borgara og hagsmunamálum öryrkja auk annarra mála, s.s. samgöngumála.
Meira

Góður vinnufundur í Húnaveri

Mánudaginn 12. júní var haldinn fundur í Húnaveri fyrir sveitarfélög, landeigendur og ferðaþjónustuaðila þar sem Guðrún Brynjólfsdóttir sérfræðingur, Hjörleifur Finnsson verkefnisstjóri Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri voru meðal forsögumanna. Að sögn Davíðs Jóhannssonar, ráðgjafa á sviði ferðamála hjá SSNV og skipuleggjanda fundarins var um vinnufund að ræða og hann því ekki auglýstur opinberlega, eftir að dagsetning hans var ákveðin snemma í maí.
Meira

Japanskur kjúklingaréttur og Súkkulaði-karamelludraumur

„Við kjósum að hafa eldamennskuna fljótlega og þægilega og deilum því með lesendum þessum bráðgóðu og einföldu uppskriftum,“ segja matgæðingarnir í 7. tölublaði Feykis árið 2015, þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard, á Blönduósi.
Meira

Hátíðahöld þjóðhátíðardagsins

17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, er á morgun og fögnum við þá 43 ára afmæli sjálfstæðisins. Af því tilefni verður víða mikið um dýrðir.
Meira