V-Húnavatnssýsla

Framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra

Næstkomandi föstudag, þann 20. október, munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir ráðstefnu um framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra. Hún verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga, hefst kl. 13:00 og er áætlað að henni ljúki kl. 17:00. Ráðstefnan er öllum opin og er skráning á netfanginu ssnv@ssnv.is.
Meira

Kynningarfundir Ferðamálastofu og SSNV um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á Norðurlandi vestra í dag eins og sagt var frá á Feyki.is á dögunum. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka eins og áður hefur verið auglýst klukkan 10:30 – 12:00 en staðsetning þess síðari hefur breyst og verður hann haldinn í Miðgarði kl. 14:00 – 15:30.
Meira

Heilbrigðiskerfið þarf að virka fyrir fólk

Í lok síðustu viku vakti ungt fólk athygli á þeim mikla aðstöðumun sem felst í því að eiga langveikt barn á landsbyggðinni. Þórir og Guðrún Kristín eru búsett á Ísafirði og eiga soninn Birkir Snær sem er tæplega tveggja ára gamall. Birkir Snær hefur verið veikur frá fæðingu, og var greindur með krabbamein í apríl í fyrra. Það fylgir því mikið álag og vinna að eiga langveikt barn. Birkir Snær þarf að sækja sína sérhæfðu læknisþjónustu á Landsspítalann, þar er hann í lyfjameðferð og rannsóknum að minnsta kosti einu sinni í mánuði, stundum oftar.
Meira

Vesturbæingarnir lögðu Kormáksmenn í splunkunýtt parket

3. deildar lið Kormáks á Hvammstanga tók þátt í Maltbikarnum í körfubolta um helgina því á laugardag komu Íslands- og bikarmeistarar KR í heimsókn í íþróttahúsið á Hvammstanga en við það tilefni var nýtt parket vígt. Samkvæmt heimildum Feykis var troðfullt í húsinu og hin fínasta stemning en gestirnir úr Vesturbænum höfðu betur í leiknum.
Meira

Saga Natans og Skáld-Rósu

Nú síðsumars var mál þeirra Agnesar og Friðriks og aftaka þeirra á Þrístöpum í Vatnsdal fyrir tæpum 200 árum nokkuð í umræðunni þegar Lögfræðingafélag Íslands ákvað að „endurupptaka" málið á hendur þeim þar sem þeim var gefið að sök að hafa drepið og brennt inni þá Natan Ketilsson bónda á Illugastöðum og Pétur Jónsson vinnumann. Var það gert með þeim hætti að réttarhöldin yfir þeim voru sett á svið í Félagsheimilinu á Hvammstanga eftir vettvangsferð um söguslóðir. Bókaútgáfan Sæmundur hefur nú endurútgefið bók Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi um Natan Ketilsson og Skáld-Rósu sem var ástkona Natans um tíma. Í fréttatilkynningu frá útgáfunni segir:
Meira

Frambjóðendur Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi

Búið er að raða á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Bergþór Ólason framkvæmdastjóri leiðir listann en Sigurður Páll Jónsson, Jón Þór Þorvaldsson og Maríanna Eva Ragnarsdóttir bóndi á Stórhóli í Húnaþingi koma næst.
Meira

Indverskur smjörkjúklingur og indverskur kartöflurétti ásamt naan-brauði

„Við hjónin höfum alltaf verið hrifin af austurlenskum mat og ekki minnkaði sá áhugi eftir brúðkaupsferðina okkar en þar heimsóttum við fjögur ólík og bragðmikil Asíulönd,“ segja Skagfirðingurinn Lilja Ingimundardóttir og eiginmaður hennar, Gísli Kristján Gunnsteinsson sem voru matgæðingar vikunnar í 39. tölublaði ársins 2015.
Meira

Grjóthleðslunámskeið á Reykjum í Hrútafirði

Á vef Húnaþings vestra er greint frá því að þann 29. október mun Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna standa fyrir grjóthleðslunámskeiði. Það verður haldið á Reykjum í Hrútafirði í tengslum við varðveislu fallbyssustæðis frá tímum hernámsins sem er í fjörunni við hlið safnsins. Hlaðinn verður frístandandi, boginn skjólveggur vestan við byggðasafnið við hlið fallbyssustæðisins og er ætlunin að búa til fallegt útivistarsvæði ásamt því að miðla grjóthleðslukunnáttu til áhugasamra.
Meira

Eftirvænting á Hvammstanga

Mikil eftirvænting ríkir nú á Hvammstanga og ekki að ástæðulausu því að á morgun, laugardaginn 14. október, fær Körfuknattleiksliðið Kormákur sem spilar í þriðju deild, Íslandsmeistara KR í heimsókn í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ.
Meira

Listi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í lok október. Listinn endurspeglar þann breiða hóp sem að framboðinu stendur; fólk úr viðskiptalífinu, menntamálum og matreiðslu. Frambjóðendurnir eru á öllum aldri, með ólíka reynslu að baki en sameiginlega sýn á framtíð Íslands. Listinn er fléttaður konum og körlum til jafns og er leiddur af Gylfa Ólafssyni, heilsuhagfræðingi og aðstoðarmanni fjármála- og efnahagsráðherra.
Meira