V-Húnavatnssýsla

Innritunum í verk- og starfsnám fjölgar um 33%

Nemendum sem innritast á verk- eða starfsnámsbrautir framhaldsskóla fjölgar umtalsvert, eða hlutfallslega um 33% frá síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun var mest ásókn í nám í rafiðngreinum, til dæmis rafeindavirkjun, rafveituvirkjun, rafvélavirkjun, rafvirkjun og hljóðtækni en einnig í málmiðngreinar svo sem blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun.
Meira

Fljótleg og góð súpa og ís á eftir

Eggert Þór Birgisson og Birgitta Pálsdóttir á Sauðárkróki sem voru matgæðingar vikunnar í 25. tbl. Feykis árið 2013 buðu upp á fljótlega súpu og ís á eftir. „Uppskriftin er af súpu sem Birgitta fékk hjá góðum vinnufélaga. Súpan er fljótleg og góð. Eftirmaturinn er ís með heitri sósu. Við skorum á Ásdísi Árnadóttur og Arnþór Gústafsson að koma með næstu uppskrift."
Meira

Smáforrit um Húnaþing vestra

Ferðamálafélag Húnaþings vestra hefur gefið út smáforrit sem nefnist „Hunathing“. Smáforritið hefur að geyma allar helstu upplýsingar um Húnaþing vestra og þá þjónustu sem þar er í boði. Tilgangur smáforritsins er að auka jákvæða upplifun ferðamanna á svæðinu sem og að auðvelda þeim sem leiðsegja gestum um svæðið starf sitt.
Meira

Jón Grétar hlýtur Menntaverðlaun Háskóla Íslands

Tuttugu og fimm stúdentar víðs vegar af landinu tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við brautskráningar úr framhaldsskólum landsins nú í maí og júní. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent og var Jón Grétar Guðmundsson úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra einn verðlaunahafa.
Meira

Ný heildarútgáfa Íslendingasagna og þátta

Í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands var ný hátíðarútgáfa af Íslendingasögum og þáttum afhent afmælisnefnd við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu sunnudaginn 17. júní, en Alþingi fól afmælisnefnd að stuðla að heildarútgáfu Íslendingasagnanna á afmælisárinu.
Meira

Sigurður ætlar að prófa margar nýjar greinar á Landsmótinu

„Ég er búinn að skrá mig í götuhjólreiðar, bogfimi og götuhlaup á Landsmótinu. En svo ætla ég í sjósund því ég hef ekki prófað það áður. Mig langar líka til að prófa biathlon,“ segir Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson. Sigurður er sérstaklega spenntur fyrir hjólreiðunum enda í hjólreiðaklúbbi sem stofnaður var á Sauðárkróki fyrir rúmum mánuði ásamt 25-30 öðrum.
Meira

Guðný Hrund endurráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra

Á fyrsta fundi nýrrar sveitastjórnar í Húnaþingi vestra, þann 14. júní síðastliðin, var Guðný Hrund endurráðin sem sveitarstjóri Húnaþings vestra. Guðný Hrund hefur verið sveitarstjóri frá árinu 2014.
Meira

Margir keyrðu of hratt um helgina

Síðastliðna helgi voru 134 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en sá sem hraðast ók mældist á 166km hraða. Einnig voru fimm ökumenn kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot og þ.á.m einn fyrir að valda mikilli hættu í umferðinni með glæfralegum framúrakstri og einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna.
Meira

Gleðilegan 17. júní

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert en það var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Þá var Háskóli Íslands settur í fyrsta sinn. Eftir það héldu íþróttasamtök upp á daginn. Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins. Síðan hefur hann verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.
Meira

Lásu 2500 bækur

Frá 1. mars til 15. maí síðastliðinn stóð yfir lestrarátak á vegum IÐNÚ útgáfu í samstarfi við skólasöfnin í grunnskólum landsins. Viðtökurnar við lestrarátakinu voru afar góðar og skólar um allt land tóku þátt. Með það að markmiði að allir nemendur gætu verið með í lestrarátakinu, óháð því hvar þau væru stödd í lestri, var ákveðið að hafa þema átaksins þrískipt. Þátttakendur gátu valið um að lesa, lita og skapa þar sem leysa þurfti mismunandi verkefni fyrir hvern hluta.
Meira