V-Húnavatnssýsla

Ljóst að um gríðarlegt tekjutap er að ræða

Byggðarráð Húnaþings vestra ræddi þá erfiðu stöðu sem sauðfjárbændur standa nú frammi fyrir á fundi sínum í dag. Ljóst er að tekjutap bænda verður gríðarlegt komi sú lækkun á afurðaverði sem tilkynnt hefur verið til framkvæmda og hefur það áhrif á samfélagið allt en ekki aðeins sauðfjárbændur. Miðað við boðaða verðlækkun mun heildarverðmæti dilkakjöts í sveitarfélaginu lækka úr 426 milljónum haustið 2016 niður í 281 milljón á þessu hausti og er það lækkun um 145 milljónir króna. Svohljóðandi bókun var lögð fram á fundinum:
Meira

Framleiðsla á mann er hvergi minni en á Norðurlandi vestra

Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, hefur gefið úr skýrsluna Hagvöxtur landshluta 2008-2015 og er þetta í áttunda skipti sem slík skýrsla er unnin. Nokkrar af helstu niðurstöðum skýrslunnar eru að hagvöxtur á tímabilinu mældist 3% á höfuðborgarsvæðinu en 6% utan þess. Framleiðsla jókst mest á Suðurnesjum, Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Lítill vöxtur var á Austurlandi og Norðurlandi vestra og að á Vestfjörðum dróst framleiðsla saman.
Meira

Humarsúpa ala Áslaug og Oreo ostakaka

Matgæðingar Feykis í 32. tölublaði ársins 2015 voru þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd. Þau sendu inn girnilegar uppskriftir; humarsúpu að hætti Áslaugar í forrétt, beikon- og piparostafylltan hamborgara í aðalrétt, ásamt uppskrift af heimagerðu hamborgarabrauði, og loks Oreo ostaköku í eftirrétt.
Meira

Mældur á 162 km hraða á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar

Það var mikið um að vera Lögreglunni á Norðurlandi vestra síðastliðna viku samkvæmt fésbókarsíðu embættisins en þar hafa umferðarmál komið mikið við sögu. Alls voru 152 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og var sá hraðasti mældur á 162 km/klst á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar þar sem hámarkshraði er 90.
Meira

Vörusmiðja BioPol kynnir aðstöðu fyrir frumkvöðla og framleiðendur

Kynningarfundir vegna starfsemi Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd fara fram í næstu viku en smiðjan hefur öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu. Leyfilegt er þó að vinna með fleira en matvæli s.s. öll hráefni til olíugerðar, í snyrtivörur og eða sápur. Smiðjan mun taka til starfa innan tíðar.
Meira

Styrkir veittir úr Húnasjóði

Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst sl. að veita níu einstaklingum styrk úr Húnasjóði fyrir árið 2017. Húnasjóður hefur það að markmiði að stuðla að endurmenntun og fagmenntun íbúa í Húnaþingi vestra. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttur í þeim tilgangi að minnast starfsemi Alþýðuskóla Húnvetninga sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Úthlutað hefur verið úr sjóðnum frá árinu 2001 að því er segir á vef Húnaþings vestra.
Meira

Mikil blessun fylgdi Hólahátíð í ár

Hólahátíð fór fram um liðna helgi og var hún tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers, með áherslu á siðbót í samtíð. Hátíðardagsskrá setti Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup í Auðunarstofu á föstudaginn en meðal dagsskráliða má nefna þátttökugjörninginn Tesur á Hólahátíð, sem fór fram alla helgina og Tón-leikhúsið á sunnudeginum. Þá lagði hópur fólks upp í Pílagrímsgöngu á laugardagsmorgni frá Gröf á Höfðaströnd, eftir Hallgrímsveginum að Hóladómkirkju.
Meira

Síðasti skráningardagur á Opna íþróttamót Þyts

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 18. - 19. ágúst 2017. Í tilkynningu frá félaginu segir að sráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 15. ágúst, þ.e. í kvöld, inn á skráningakerfi Sportfengs
Meira

Húnaþing vestra býður nemendum ókeypis námsgögn

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur ákveðið að leggja nemendum til námsgögn, þeim að kostnaðarlausu, næsta skólaár.
Meira

Gaman að gefa Íslandsvettlingana til Bandaríkjanna

Prjóna- og handverkskonan Helga Dóra Lúðvíksdóttir á Sauðárkróki sagði frá handavinnunni sinni í 26. tölublaði Feykis á þessu ári. Hún byrjaði ung að prjóna og gafst ekki upp þótt lykkjurnar sætu stundum fastar á prjónunum. Hún hefur líka gaman af mörgu öðru handverki eins og til dæmis steinakörlum og -kerlingum sem hún hefur unnið mikið með.
Meira