V-Húnavatnssýsla

101 tekinn fyrir of hraðan akstur um helgina

Hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra var mikið að gera í umferðareftirliti um helgina enda veður gott og margt fólk á ferðinni í vetrarfríi skóla. Akstursskilyrði víðast hvar góð enda vegir víðast orðnir auðir í umdæminu.
Meira

Áhugamaður um forvarnir áfengis og vímuefnaneyslu

Sigurður Páll Jónsson kemur nýr inn í þingmannalið Norðvesturkjördæmis en hann sat sem varamaður á Alþingi haustið 2013. Sigurður Páll býr í Stykkishólmi, kvæntur Hafdísi Björgvinsdóttur og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Sigurður er menntaður rafvirki og með skipstjórnar og vélstjórapróf á báta að 30 tonnum og hefur starf hans verið sjómennska undanfarin ár auk þess að vera varaþingmaður og bæjarfulltrúi í Stykkishólmi síðan árið 2014. Sigurður Páll er þingmaður vikunnar á Feyki.
Meira

Deiliskipulagstillaga fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga auglýst að nýju

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 8. febrúar sl. var samþykkt að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga en hún var áður auglýst frá 2. maí til 14. júlí á síðasta ári. Vegna athugasemda sem komu fram var sú ákvörðun tekin að auglýsa tillöguna að nýju, breytta og endurbætta, að undangengnum íbúafundi sem haldinn var í Félagsheimilinu Hvammstanga þann 15. janúar 2018.
Meira

Atvinnuveganefnd skoðar lækkun veiðigjalda

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sent formanni og varaformanni atvinnuveganefndar, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Ingu Sæland erindi þar sem hún óskar eftir því að boðað verði til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða stöðu minni útgerða og áhrif hækkunar veiðigjalda á rekstrarstöðu þeirra.
Meira

Meðalatvinnutekjur á Norðurlandi vestra 90% af landsmeðaltali

Heildaratvinnutekjur á landinu voru 9,7% hærri að raunvirði á árinu 2016 en þær voru árið 2008 en hafa verið lægri öll árin fram að því. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um atvinnutekjur á árunum 2008-2016 eftir atvinnugreinum og svæðum. Mestu atvinnutekjurnar voru í heilbrigðis- og félagsþjónustu, iðnaði og fræðslustarfsemi en mesta aukningin á tímabilinu varð í greinum er tengjast ferðaþjónustu, þ.e. gistingu og veitingum, flutningum og geymslu og leigu og sérhæfðri þjónustu. Mesti samdrátturinn varð hins vegar í fjármála- og vátryggingaþjónustu og mannvirkjagerð. Meðalatvinnutekjur voru hæstar á Austurlandi og þar næst kemur höfuðborgarsvæðið en lægstar eru þær á Norðurlandi vestra og á Suðurnesjum.
Meira

Ökumenn virða ekki lokanir - Ófærð á Öxnadalsheiði

Á Facebook má sjá færslu Grétars Ásgeirsonar, starfsmanns Vegagerðarinnar, sem er hugsi yfir þeim sem virða ekki lokanir vega þegar veður og færð bjóða ekki upp á annað. Hann segir að í gærmorgun klukkan 7:15 hafi hann verið kallaður út til að aðstoða við lokun Öxnadalsheiðar vegna brjálaðs veðurs einn daginn enn. Það hafi gengið vel en þegar mokstursbílar fóru af stað eftir hádegið voru bílar fastir sem töfðu opnun Öxnadalsheiðar.
Meira

Fræðsla um jafnréttismál á Hvammstanga

Föstudaginn 16. febrúar mun Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og fyrirlesari, vera með fræðslu um jafnréttiismál í Félagsheimilinu Hvammstanga. Fræðslan er að frumkvæði jafnréttisnefndar Húnaþings vestra og verður í tvennu lagi:
Meira

Valdís Valbjörnsdóttir söng til sigurs í Söngkeppni Nemendafélags FNV

Föstudagskvöldið 9. febrúar sl. var söngkeppni Nemendafélags FNV haldin á sal skólans og var mæting ágæt – þétt setinn salurinn. Stofnuð var sérstök hljómsveit, „skólahljómsveit“, til að annast undirleik á kvöldinu, en hana skipuðu: Jóhann Daði Gíslason, Magnús Björn Jóhannsson, Sæþór Már Hinriksson og Silja Rún Friðriksdóttir. Stóð sveitin sig vel og lék við hvern sinn fingur. Alls var boðið upp á níu söngatriði að þessu sinni og voru þau hvert öðru betra, það var því ljóst þegar kom að því að útnefna sigurvegara kvöldsins að dómnefndinni var töluverður vandi á höndum.
Meira

Vatnsskarð og Öxnadalsheiði lokaðar vegna óveðurs

Gul viðvörun gildir fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði. Austan og Norðaustan stormur verður ríkjandi á Norðurlandi vestra, með snjókomu eða skafhríð. Lokað er yfir Vatnsskarð og Öxnadalsheiði.
Meira

Kröpp lægð fer norðvestur yfir landið – Gult ástand

Vetur konungur minnir hressilega á sig þessa dagana en gul viðvörun gildir nú fyrir allt landið eða höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Kröpp lægð fer norðvestur yfir landið með hvassviðri eða stormi og snjókomu, lélegu skyggni og líkum á samgöngutruflunum.
Meira