V-Húnavatnssýsla

Öruggari og öflugri strandveiðar í sumar!

Þverpólitísk samstaða hefur náðst á Alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða þar sem öryggi sjómanna var haft að leiðarljósi. Í sumar verða strandveiðar efldar með auknum aflaheimildum og bátar á hverju svæði fá 12 fasta daga til veiða í hverjum mánuði.
Meira

Góður rekstur Byggðastofnunar

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í gær á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Á fundinum hélt samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra erindi þar sem m.a. kom fram að hann hefði í hyggju að skipa starfshóp sem fær það hlutverk að meta þörf fyrir endurskoðun laga um Byggðastofnun, sem eru frá árinu 1999. Hann kvaðst telja eðlilegt að lagaumhverfið sé yfirfarið reglulega og tryggt að það styðji á hverjum tíma við hlutverk og gildi stofnunarinnar.
Meira

Margar íbúðir í byggingu á Hvammstanga

Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðalóðum á Hvammstanga eftir langt hlé. Rætt var við Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sveitarstjóra í Hunaþingi vestra, í hádegisfréttum Ríkisútvarps í gær og segir hún að síðasta árið hafi mörgum lóðum verið úthlutað en ekki hefur verið byggt íbúðarhús á Hvammstanga í tæpan áratug.
Meira

Vortónleikar Lóuþræla

Karlakórinn Lóuþrælar heldur vortónleika sína í félagsheimilinu á Hvammstanga á laugardaginn kemur, 28. apríl, og hefjast þeir kl. 21:00.
Meira

Aðalfundur Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 6. maí 2018 kl. 12-16 í Landnámssetrinu, Borgarnesi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guðjón Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, ávarpar fundinn og tekur þátt í umræðum.
Meira

Björn Líndal lætur af störfum sem framkvæmdastjóri SSNV

Björn Líndal Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, hefur sagt upp störfum hjá samtökunum. Björn tók við starfi sem framkvæmdastjóri SSNV í október 2015 og var þá valinn úr hópi 16 umsækjenda.
Meira

Salat, þriggja korna brauð og eftirréttur með hindberjasósu

Ásta Sveinsdóttir á Fosshóli í Húnaþingi vestra var matgæðingur vikunnar í 17. tbl. Feykis 2016. Hún bauð upp á rækju-, avókadó- og mangósalat, fjögurra korna brauð sem má baka hvort sem er í brauðvél eða á hefðbundinn hátt og eftirrétt með hindberjasósu.
Meira

Gestum fækkar í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Húnaþingi vestra

Tekið var á móti 1.679 gestum fyrstu þrjá mánuði ársins í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Húnaþingi vestra sem rekin er á Selasetri Íslands að því er kemur fram á heimasíðu Selasetursins. Á sama tímabili á síðasta ári voru gestir Upplýsingamiðstöðvarinnar 1.958 og er hér um að ræða 14% fækkun milli ára. Einnig fækkaði þeim sem keyptu sig inn á Selasafnið á fyrsta ársfjórðungi um 10% frá því í fyrra.
Meira

Nýtt afl í Húnaþingi vestra kynnir lista sinn

Framboðslisti Nýs afls í Húnaþingi vestra, N-listinn, var lagður fram í gær. Listinn hefur meirihluta í núverandi sveitarstjórn, fjóra af sjö fulltrúum. Oddviti listans er Magnús Magnússon, sóknarprestur og hrossabóndi, annað sætið skipar Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi og ráðunautur og í þriðja sæti er Magnús Eðvaldsson, íþróttakennari. Núverandi oddviti sveitarstjórnar, Unnur Valborg Hilmarsdóttir skipar 14. sæti eða heiðurssætið.
Meira

Lóuþrælar syngja á Seltjarnarnesi

Karlakórinn Lóuþrælar úr Húnaþingi vestra leggur land undir fót um helgina og ætlar að halda tónleika í Seltjarnarneskirkju, á laugardaginn kemur, þann 21. apríl klukkan 16:00. Söngstjóri kórsins er Ólafur Rúnarsson og undirleik annast Elinborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvarar með kórnum eru þeir Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og og Skúli Einarsson.
Meira