V-Húnavatnssýsla

Aðventuhátíðir og ljósin kveikt á jólatré

Aðventuhátíðir verða haldnar í mörgum kirkjum á svæðinu á morgun, sunnudaginn 10. desember. Einnig verða ljósin tendruð á jólatrénu á Blönduósi. Það verður gert að aflokinni aðventuhátíð í Blönduóskirkju, um klukkan 17:00. Sungin verða jólalög og þar sem veður og færð eru með besta móti er trúlegt að einhverjir af hinum uppátækjasömu sonum Grýlu láti sjá sig. Jólatréð sem prýða mun Blönduósbæ þessi jólin er fengið úr Gunnfríðarstaðaskógi hjá Skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga og er 10 metra hátt sitkahvítgreni sem gróðursett var í skóginum um 1964.
Meira

Jólatónleikar tónlistarskólanna

Jólatónleikar tónlistarskólanna verða haldnir næstu dagana og eru það viðburðir sem alltaf er skemmtilegt að sækja. Tónlistarskóli Húnaþings vestra ríður á vaðið og heldur sína tónleika í dag, laugardag. Þeir verða í Hvammstangakirkju og er tímasetning þeirra klukkan 13:00, klukkan 15:00 og klukkan 17:00. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að koma með kaffibrauð og foreldrafélag tónlistarskólans býður upp á kakó sem allir njóta eftir hverja tónleika.
Meira

Hannaði burðarvirki í brú á Hvammstanga í starfsnámi

Nýtt mannvirki reis fyrir skemmstu á Hvammstanga og sendi Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs við Háskólann í Reykjavík fréttt af því til Feykis.
Meira

5,8 milljónir á Norðurland vestra í verkefni tengdum aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Í gær fór fram kynning á þeim 100 verkefnum sem valin voru úr innsendum tillögum til dagskrár aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Kynningin var haldin í Safnahúsinu við Hverfisgötu að viðstöddum fulltrúum verkefna af öllu landinu. Alls bárust 169 tillögur og var sótt um rúmlega 280 milljónir króna og hlutu átta aðilar á Norðurlandi vestra alls 5,8 milljónir í styrki til sinna verkefna.
Meira

Höfðinglegur styrkur til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra

Miðvikudaginn 6. desember sl. komu Tannstaðabakkahjónin Ólöf Ólafsdóttir og Skúli Einarsson færandi hendi til stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra og færðu sjóðnum samtals kr. 370 þús. að gjöf. Var þetta annars vegar afrakstur sölu á bútasaumsteppum sem Ólöf hafði saumað og selt síðan vítt og breitt frá miðju sumri og nú síðast á jólamarkaðnum á Hvammstanga.
Meira

Jólalag dagsins – Eiríkur Fjalar - Nýtt Jólalag

Þar sem einungis eru 16 dagar til jóla ætlar Feykir að koma sér, og þér, í jólagírinn með jólalagi dagsins. Þar er hinn heimsfrægi poppari Eiríkur Fjalar sem flytur jólalagið Nýtt Jólalag.
Meira

Fótur af klaufdýri finnst í innfluttum spæni

Lífland hefur innkallað spæni frá Staben í Svíþjóð eftir að fótur af klaufdýri fannst í einum bagga síðdegis á mánudag. Á vef Matvælastofnunar segir að líklega sé um fót af dádýri að ræða. Dýrahræ geta borið með sér smitefni og sem varúðarráðstöfun hefur fyrirtækið innkallað alla sendinguna af spæninum og stöðvað dreifingu.
Meira

Meistaradeild KS 2018 – Liðskynning Þúfur

Annað liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Þúfna. Það lið er eins og Hrímnisliðið skipað fjórum bráðflinkum konum og þeim fylgir einn karl sem reyndar er enginn meðalmaður. Liðsstjóri er Mette Mannseth sem ávallt hefur verið við toppinn í einstaklingskeppninni.
Meira

Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2018

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um Eyrarrósina 2018 en Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Frá upphafi hafa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík staðið saman að verðlaununum, eða frá árinu 2005.
Meira

Röng uppskrift í Jólablaði Feykis

Það hafa eflaust einhverjir klórað sér í höfðinu yfir súkkulaðibitakökuuppskrift sem birtist í Jólablaði Feykis en þau leiðu mistök urðu að röng uppskrift fylgdi viðtalinu við Rannveigu og Magnús á Stóru-Ásgeirsá. Hér kemur sú rétta:
Meira