101 tekinn fyrir of hraðan akstur um helgina

Hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra var mikið að gera í umferðareftirliti um helgina enda veður gott og margt fólk á ferðinni í vetrarfríi skóla. Akstursskilyrði víðast hvar góð enda vegir víðast orðnir auðir í umdæminu.

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að um liðna helgi var 101 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur en sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Alls hafa verið kærð, það sem af er þessu ári, 466 umferðalagabrot í umdæminu, þar af 392 mál vegna hraðaksturs.

Á síðunni segir að framundan hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra sé öflugt umferðareftirlit og eru ökumenn beðnir að virða hámarkshraða á vegum og sýna tillitssemi í umferðinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir