Fleiri húnvetnskar ár að opna

Við Víðidalsá. Mynd: Facebooksíða Víðidalsár.
Við Víðidalsá. Mynd: Facebooksíða Víðidalsár.

Laxveiði er nú hafin í Laxá á Ásum sem og í Vatnsdals- og Víðidalsá og fer vel af stað.

Í Laxá á Ásum hófst veiði á sunnudagsmorgun og var það Freyja Kjartansdóttir sem féll fyrsta laxinn í Stekkjarstreng. Fyrsta daginn veiddust 19 laxar og var sá stærsti 93 cm. Á Facebooksíðu árinnar segir að laxinn sé dreifður um alla á og margir vænir laxar séu í Langahyl. Árin 2013-2015 veiddust yfir 1000 laxar í ánni en veiðin í fyrra var 620 laxar.

Í Vatnsdalsá hófst veiðin í síðdegis í gær og veiddust þá fjórir laxar, sá stærsti um 99 cm langur en allir voru fiskarnir vænir. Víðidalsá skilaði 15 löxum á morgunvaktinni og var sá stærsti  94 cm langur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir