Guðný Hrund endurráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra

Guðný Hrund. Mynd: www.hunathing.is
Guðný Hrund. Mynd: www.hunathing.is

Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra, þann 14. júní síðastliðin, var Guðný Hrund endurráðin sem sveitarstjóri Húnaþings vestra. Guðný Hrund hefur verið sveitarstjóri frá árinu 2014.

Á dagskrá fundarins var m.a. kosning oddvita og varaoddvita ásamt kosningu í aðrar nefndir, ráð og stjórnir. Þorleifur Karl Eggertsson var kosinn oddviti sveitarfélagsins og Ingveldur Ása Konráðsdóttir varaoddviti ásamt því að vera kosin formaður byggðarráðs.  

Oddviti lagði fram bókun vegna ráðningu sveitarstjóra en í henni kom fram að leitast væri við að miða við laun sveitarstjóra í sveitarfélagi með sambærilegan íbúafjölda og að stuðst væri við skýrslu hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör framkvæmdastjóra sveitarfélaga á árinu 2017.

 

/Lee Ann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir