Hátíðahöld þjóðhátíðardagsins

17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, er á morgun og fögnum við þá 43 ára afmæli sjálfstæðisins. Af því tilefni verður víða mikið um dýrðir.

Á Blönduósi verða fánar dregnir að hún kl. 8 og klukkan 11 hefst guðsþjónusta í Blönduósskirkju. Milli kl 11 og 12 verður boðið á hestbak. Eftir hádegið verður hægt að gera sér ýmislegt til gamans, m.a verður skrúðganga frá leikskólanum að félagsheimilinu og að henni lokinni verður hátíðardagskrá við félagsheimilið. Margt verður í boði fyrir börnin allt frá klukkan 11 og um kvöldið verður kvöldskemmtun Smábæjarleika Arion banka í íþróttahúsinu þar sem allir eru velkomnir. Dagskrána, sem Hestamannafélagið Neisti hefur umsjón með, má nálgast hér.

Á Hvammstanga er mæting í skrúðgöngu kl. 13:30 og hefst hún svo kl. 14. Að henni lokinni verður fáni dreginn að hún og svo tekur við matar- og skemmtidagskrá fram eftir degi þar sem meðal annars er boðið upp á pylsur og drykki, teymt verður undir börnum á hestum og ýmislegt fleira. Dagskrá hátíðarhaldanna á Hvammstanga má nálgast hér.

Á Sauðárkróki hefst skrúðganga kl. 12:45 og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá á Flæðunum. Ýmislegt skemmtilegt verður í boði fyrir börnin, andlitsmálun, hoppukastalar, teymt undir börnum og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir