Húnaþing vestra býður nemendum ókeypis námsgögn

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur ákveðið að leggja nemendum til námsgögn, þeim að kostnaðarlausu, næsta skólaár.

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 10. ágúst sl. var tekið fyrir og samþykkt erindi frá skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra með tillögu þess efnis að skólinn bjóði nemendum upp á ókeypis námsgögn næsta vetur. Þar er um að ræða stílabækur, ritföng, reiknivélar o.fl. en foreldrar þurfa sem fyrr að sjá börnum sínum fyrir skólatösku, sund- og íþróttafatnaði ásamt ritföngum til afnota heima fyrir.

Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagafjörður hafa einnig ákveðið að veita nemendum sínum þessa þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir