Kröpp lægð fer norðvestur yfir landið – Gult ástand

Vetur konungur minnir hressilega á sig þessa dagana en gul viðvörun gildir nú fyrir allt landið eða höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Kröpp lægð fer norðvestur yfir landið með hvassviðri eða stormi og snjókomu, lélegu skyggni og líkum á samgöngutruflunum.

Spá fyrir Strandir og Norðurland vestra:

Á þriðjudag:
Uppfært kl. 10:53
Suðvestan 8-13, hægari síðdegis. Bjartviðri og frost 3 til 10 stig. Vaxandi norðaustanátt og fer að snjóa í nótt, austan og norðaustan 15-25 í fyrramálið, hvassast á annesjum. Minnkandi sunnanátt og él síðdegis. Hiti um eða undir frostmarki.

(Spáin var eftirfarandi: Austlæg eða breytileg átt 13-23 m/s og snjókoma aðfaranótt þriðjudags, en hægari vindur og él á Suðurlandi. Snýst í suðlæga átt með deginum, víða 8-15 um hádegi og él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Sunnan stormur og snjókoma við Breiðafjörð og á Vestfjörðum fram eftir degi, en lægir þar einnig undir kvöld. Frost 0 til 5 stig.)

Á miðvikudag:
Gengur í austan 15-23 m/s, en 23-28 syðst. Dregur úr vindi síðdegis, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma eða slydda, einkum á austurhelmingi landsins, en rigning með austurströndinni. Hlýnar í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.

Á fimmtudag:
Austlæg átt 5-10, en 10-15 á Vestfjörðum. Él eða slydduél, en þurrt og bjart um landið suðvestanvert. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.

Á föstudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og él í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Suðvestan 5-13 og dálítil él, en léttskýjað norðan- og austanlands. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan og austan.

Á sunnudag:
Líkur á vaxandi austanátt með ofankomu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir