Lóuþrælar syngja á Seltjarnarnesi

Karlakórinn Lóuþrælar.
Karlakórinn Lóuþrælar.

Karlakórinn Lóuþrælar úr Húnaþingi vestra leggur land undir fót um helgina og ætlar að halda tónleika í Seltjarnarneskirkju, á laugardaginn kemur, þann 21. apríl klukkan 16:00.  Söngstjóri kórsins er Ólafur Rúnarsson og undirleik annast Elinborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvarar með kórnum eru þeir Friðrik M. Sigurðsson,  Guðmundur Þorbergsson og og  Skúli Einarsson.  

„Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Syngjum vorið í borgina. Komið og eigið með okkur ánægjulega stund," segir í tilkynningu frá kórnum.

Aðgangseyrir er  3.000 krónur og frítt er fyrir 14 ára og yngri. Ekki verður hægt að greiða með greiðslukortum.

 




Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir