Smáforrit um Húnaþing vestra

Ferðamálafélag Húnaþings vestra hefur gefið út smáforrit sem nefnist „Hunathing“. Smáforritið hefur að geyma allar helstu upplýsingar um Húnaþing vestra og þá þjónustu sem þar er í boði. Tilgangur smáforritsins er að auka jákvæða upplifun ferðamanna á svæðinu sem og að auðvelda þeim sem leiðsegja gestum um svæðið starf sitt.

Verkefnið var styrkt af Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Húnaþingi vestra og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Finna má smáforritið bæði fyrir Apple og Android undir nafninu „Hunathing“ eða með því að nota þessa QR kóða:

Finna má smáforritið bæði fyrir Apple og Android undir nafninu „Hunathing“ eða með því að nota QR kóða á meðfylgjandi mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir