Styrkir veittir úr Húnasjóði

Frá Hvammstanga. Mynd: Northwest.is
Frá Hvammstanga. Mynd: Northwest.is

Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst sl. að veita níu einstaklingum styrk úr Húnasjóði fyrir árið 2017. Húnasjóður hefur það að markmiði að stuðla að endurmenntun og fagmenntun íbúa í Húnaþingi vestra. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttur í þeim tilgangi að minnast starfsemi Alþýðuskóla Húnvetninga sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Úthlutað hefur verið úr sjóðnum frá árinu 2001 að því er segir á vef Húnaþings vestra.

Þeir sem hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni, hver um sig kr. 100 þúsund, eru eftirtaldir:

Bergþóra F. Einarsdóttir, nám  til M.ed prófs í  leikskólafræði.
Ellen Mörk Björnsdóttir, nám til M.ed  prófs í náms- og kennslufræði tungumála.
Freyja Ólafsdóttir, félagsliðanám.
Guðrún Helga Marteinsdóttir, nám í hjúkrunarfræði.
Jónína Lilja Pálmadóttir, nám til Bs prófs í reiðmennsku og reiðkennslu.
Liljana Milenkoska, nám í hjúkrunarfræði.
Ólöf Rún Skúladóttir, nám til Bsc. prófs í landafræði.
Patrekur Örn Oddsson, nám til Ba prófs í sagnfræði.
Sigrún Elísabeth Arnardóttir, nám til Ba prófs í sálfræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir