Vortónleikar Lóuþræla

Karlakórinn Lóuþrælar. Aðsend mynd.
Karlakórinn Lóuþrælar. Aðsend mynd.

Karlakórinn Lóuþrælar heldur vortónleika sína í félagsheimilinu á Hvammstanga á laugardaginn kemur, 28. apríl, og hefjast þeir kl. 21:00.

Söngstjóri er Ólafur Rúnarsson og undirleik annast Elinborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvarar með kórnum eru Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda.

Aðgangseyri er 3.000 kr. en frítt er fyrir 14 ára og  yngri. Ekki er tekið við greiðslukortum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir