Aðalfundur félags harmonikuunnenda í Skagafirði

5. október kl. 17:00-23:59
05okt

Aðalfundur félags harmonikuunnenda í Skagafirði verður haldinn í

húsi Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð mið. 5. okt. kl 17.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins,

Sigríður Garðarsdóttir, rifjar upp viðburði úr 30 ára sögu félagsins.

Boðið verður upp á afmæliskaffi.

Félagar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta

og taka hljóðfærin með sér, nýir félagar velkomnir.

Þar sem félagaskrá er glötuð viljum við biðja félaga að staðfesta veru

sína í félaginu með því að senda tölvupóst á nordurbrun3@simnet.is

Þá gefst einnig tækifæri til að koma upp netfangaskrá svo hægt sé

að koma upplýsingum og tilkynningum beint til félaga.

Dansleikur á vegum félagsins verður haldinn í Árgarði fyrsta

vetrardag, laugardag 22. október. Nánar auglýst síðar.

Stjórn FHS: Helga, Sigurður og Steinunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.