Bókarkynning og útgáfuhóf

12. janúar kl. 16:00-18:00
12jan

Í tilefni af 100 ára afmæli Kristmundar Bjarnasonar, rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg, verður bókakynning og útgáfuhóf í Safnahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 12. janúar kl. 16:00 þar sem ný bók Kristmundar, Í barnsminni, verður kynnt.

Hjalti Pálsson segir lítillega frá æviferli Kristmundar og kynnum sínum af honum. Unnar Ingvarsson segir frá kynnum og samskiptum við Kristmund og Kristján B. Jónasson talar um bókmennta- og fræðistörf Kristmundar. Sölvi Sveinsson kynnir bókina og les upp úr henni en Sólborg Una Pálsdóttir stýrir dagskrá.

Veitingar verða á boðstólum og bókin seld á tilboðsverði og eru allir velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.