Þorrinn er genginn í garð, margir stefna á að fara á þorrablót og því ekki úr vegi að fjalla örstutt um tímabilið. Í forníslensku tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar, og hefst hann á föstudegi í 13. viku vetrar, nú á bilinu 19-25. janúar. Þann dag þekkjum við flest undir heitinu bóndadagur.
Í þessum rituðum orðum er ég enn á ný að leggja upp í ferðalag með skáldkonunni góðu Guðrúnu frá Lundi. Undanfarin misserin höfum við stöllur ferðast víða, ásamt langömmubarni hennar, Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Líklega víðar en Guðrún gerði nokkurn tímann í lifanda lífi. Hefur það verið ánægjulegt að leggja lóð á vogaskálarnar til að halda á lofti nafni þessarar merku konu.
Ágætur félagi okkar og varamaður áheyrnarfulltrúa Byggðalistans í umhverfis- og samgöngunefnd skrifar grein í Feyki í síðustu viku þar sem hann setur út á að lækkun fráveitugjalda í Skagafirði um sl. áramót leiði ekki til lækkunar fasteignagjalda almennt í Skagafirði. Þessu er því til að svara að fráveitugjald er reiknað út sem ákveðið hlutfall af fasteignamati húsa, mannvirkja, lóða og landa, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna. Gildir þetta þar sem fráveita er til staðar, þ.e. í þéttbýli í Skagafirði og er því gjaldi ætlað að standa straum af kostnaði fráveitunnar.
Eins og einhverjir þá friðar Herra Hundfúll sína rykföllnu samvisku með því að láta smá-aur renna í góð málefni að eigin vali. Fyrir nokkrum árum sprengdi Hundfúll sinn persónulega góðmennskuskala með því að velja að gefa lágmarksupphæð mánaðarlega til UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Honum leið vel með sjálfan sig eftir þennan óvænta góðmennskugjörning...
Á einhverju Facebook rúllinu mínu um daginn þá sá ég að einhver hefði unnið einhverja keppni með Bounty köku en því miður las ég aldrei fréttina. Í síðustu viku fékk ég svo þörf til að baka en fann ekki þessa vinningsuppskrift, en fann fullt af öðrum girnilegum uppskriftum. Ég endaði á einhverri erlendri bökunarsíðu og lét Google þýða fyrir mig yfir á íslensku og viti menn.... kakan varð bara þokkalega góð hjá mér og heitir hún Kókoskladdakaka.
Síðustu vikuna hefur verið dritað inn á Feykir.is Rabb-a-babbi og Tón-lyst frá síðasta ári sem ku hafa verið númer 2018 í röðinni frá fæðingu Jesú Krists. Vonandi gleður það einhverja lesendur að geta kíkt ofan í kjölinn á nokkrum sérvöldum Norðvestlendingum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.