Sögu- og pizzakvöld á Sólgörðum

22. febrúar kl. 18:00-21:00
22feb

Pizzu- og sögukvöld á Sólgörðum í Fljótum. Pizzur afgreiddar frá kl 18:00. Sögulestur hefst kl 19:30.
Jóhanna Svienbjörg Traustadóttir, kennari og frásögukona á Hofsósi, segir magnaðar draugasögur úr Fljótum. Á meðan reiðir eldhúsgengið fram hinar vinsælu Sólgarðapizzur. Þeim má renna niður með gosi, öli, rauðu eða hvítu og fá sér svo íspinna á eftir.
Aðgangseyrir: 300 f. börn/ 500 f. fullorðna (innifalinn ef keyptar eru pizzur).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.