Vísindi og grautur í Háskólanum á Hólum

Háskólinn Hólum, stofa 202 23. janúar kl. 13:00-14:00
23jan

Geir Kristinn Aðalsteinsson mannauðsstjóri kynnir fyrirtækið Höld og hvernig það leggur sitt af mörkum til að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu á Íslandi í Háskólanum á Hólum miðvikudaginn 23. janúar klukkan 13:00-14:00.

Erindið er hluti af fyrirlestraröð ferðamáladeildar, Vísinda og grauts við Háskólann á Hólum. 

Höldur rekur m.a. Bílaleigu Akureyrar/Europcar og leggur fyrirtækið mikið upp úr samfélagslegri ábyrgð og ábyrgri ferðaþjónustu. Í fyrirlestri sínum nálgast Geir Kristinn samfélagslega ábyrgð Hölds út frá fimm meginþáttum sem eru umhverfismál, mannauður, íþróttir og menning, öryggismál og nærsamfélagið. Nánar má lesa um þessi mál á vef fyrirtækisins.

Allir velkomnir í st. 302 í aðalbyggingu Háskólans á Hólum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.