Hefur stundað rjúpnaveiðar í 72 ár

Mynd. Kátir félagar eftir góða veiði. Hér eru þeir Ellert Aðalsteinsson, Elli, og Sigurfinnur Jónsson, Finni, en aldursmunur þeirra er nákvæmlega 40 ár. Mynd: Árni Logi.
Mynd. Kátir félagar eftir góða veiði. Hér eru þeir Ellert Aðalsteinsson, Elli, og Sigurfinnur Jónsson, Finni, en aldursmunur þeirra er nákvæmlega 40 ár. Mynd: Árni Logi.

Fjöldi skytta hélt á fjöll um helgina og freistaði þess að ná í jólamatinn en rjúpnaveiðitímabilið  hófst sl. föstudag. Leyfilegur fjöldi veiðidaga eru alls tólf og skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember. Síðasti leyfilegur veiðidagur er því sunnudagurinn 19. nóvember.

Einn þessara veiðimanna er Sigurfinnur Jónsson á Sauðárkróki, Finni á Steini. Finni, sem er 87 ára gamall, hefur stundað rjúpnaveiðar í 72 ár og efalaust má kalla það heimsmet, a.m.k. þangað til annað sannast. Hann fór alla leið í Axarfjörð um síðustu helgi og var meðal fjögurra annarra veiðifélaga. Aðspurður um afrakstur, segist Finni hafa fengið í matinn og þurfi ekki að fara aftur.

Finni segir að fjöldi rjúpna sé miklu minni nú en áður var og telur hann að kenna megi ofveiði um. Í dag séu margfalt fleiri sem stunda rjúpnaveiðar og komast miklu víðar með hjálp véla og tækja. Áður var einungis gengið frá akvegum þaðan sem bílinn var skilinn eftir. En hann segir margar kenningar á lofti og ítrekar að þetta sé einungis hans skoðun.

Finni hefur haldið dagbók yfir veiðar sínar og samkvæmt síðustu talningu hefur hann náð tæplega 18 þúsund rjúpum á þessum 72 árum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir