Ljósadagur í Skagafirði

Í dag er haldinn ljósadagur í Skagafirði og eru íbúar héraðsins hvattir til að tendra kertaljós við heimili sín og minnast látinna ástvina líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Þetta mun vera í fimmta skiptið sem þessi dagur er haldinn og er tilkomumikið að sjá fjölda logandi kerta við heimili, gangstéttir, götur og heimreiðar er skyggja tekur.

Hefð hefur skapast í Skagafirði að halda ljósadag 12. janúar ár hvert og minnast látinna ástvina með því að tendra ljós í skammdeginu. Hugmyndin kviknað eftir að Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir og Skarphéðinn Andri Kristjánsson létust í kjölfar umferðarslyss sem varð þann 12. janúar 2014 og hafa íbúar ætíð tekið virkan þátt.

Kveikjum á kerti og minnumst látinna vina og ættingja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir