156 björgunarsveitarmenn við gæslu á Landsmóti hestamanna

Frá Landsmóti hestamanna á Hólum í Hjaltadal. Mynd/Hinir sömu ehf.
Frá Landsmóti hestamanna á Hólum í Hjaltadal. Mynd/Hinir sömu ehf.

Það var í nógu að snúast hjá Björgunarsveitum úr Húnavatnssýslum, Skagafirði, Ólafsfirði og Eyjafirði á meðan á Landsmóti hestamanna stóð á Hólum í Hjaltadal um síðastliðna helgi. Samkvæmt vef Landsbjargar störfuðu sveitirnar við gæslu á Landsmótinu, sáu um öryggis- og sjúkragæslu og eftirliti við hlið inn á mótssvæði. 

Að verkefninu komu 156 björgunarsveitarmenn sem skiluðu um 4000 vinnustundum. „Verkefnið var krefjandi en umfram allt mjög skemmtilegt og var almenn ánægja mótshaldara með störf þeirra. Ekki nóg með það að þessar sveitir hafi sinnt þessu stóra verkefni þá þurftu hinir sömu að sinna tveimur útköllum um helgina á Norðurlandi,“ segir á vef Landsbjargar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir