Almenn ánægja með landsmótið 2016

Frá Landsmóti hestamanna 2016. Mynd: BG.
Frá Landsmóti hestamanna 2016. Mynd: BG.

Laugardaginn 20. janúar sl. stóð hestamannafélagið Skagfirðingur fyrir opnum fundi í Tjarnarbæ, félagsheimili félagsins á Sauðárkróki, þar sem fjallað var um landsmótið 2016 sem haldið var á Hólum í Hjaltadal.

Samkvæmt því sem kemur fram á Hestafréttir.is var samhljómur í máli framsögumanna um að mótið hafi tekist vel og samkvæmt mati gesta var almenn ánægja með mótið.

„Í umræðum kom fram að það sem hefði einkennt aðdraganda mótsins og starfið á mótinu sjálfu hefði verið góð samvinna og sameiginlegur metnaður hestamanna á svæðinu, stjórnar LH og LM, Hólaskóla, samstarfsaðila og ekki síst Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þessi góða samvinna hefði verið grunnur að góðu móti þar sem staðið var vel að keppninni og gestir þjónustaðir vel á stórglæsilegu landsmótssvæði. Rúsínan í pylsuendanum hefði verið að Hólaskóla voru færð tvö dómhús/kennslustofur sem gjöf frá velunnurum skólans og hestamennskunnar,“ segir á Hestafréttir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir