Anna og Friðfinnur með reiðnámskeið

Reiðnámskeið verður haldið í Hrímnishöllinni við Varmalæk í Skagafirði þann 17. til 19. febrúar nk. Kennt verður í einkatímum þar sem styrkleiki og veikleiki hvers knapa og hests eru metin og unnið með það í framhaldinu.

Það eru þau Anna Valdimarsdóttir og Friðfinnur Hilmarsson í samstarfi við Reiðskólann Varmalæk sem halda námskeiðið. Kostnaður er 28 þúsund en innifalið er hesthúspláss og fæði fyrir mann og hest. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 8966887 eða gudmthore@gmail.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir