Artemisia og Korgur sigruðu í fjórgangi

Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli. Myndir: KS deildin.
Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli. Myndir: KS deildin.

Fyrsta keppniskvöld KS deildarinnar fór fram í gærkvöldi í reiðhöllinni á Sauðárkróki og var keppt í fjórgangi. Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli stóðu uppi sem sigurvegarar eftir að hafa leitt forkeppnina með einkunnina 7,23.  Í úrslitum hlutu þau einkunnina 7,50 sem dugði til sigurs eins og áður sagði. Þetta er annað árið í röð sem þau sigra þessa grein.

Fanndís Viðarsdóttir og Stirnir frá Skriðu veittu þeim harða samkeppni, en þau fengu einkunnina 7,23 í úrslitum. Stirnir er mjög svo athyglisverður hestur með jafnar og góðar gangtegundir og var honum vel stjórnað af knapa sínum Fanndísi, segir á fésbókarsíðu KS deildarinnar. Þar segir ennfremur:

Taktur og Gjöf eru orðin mjög keppnisvön hross og stóðu þau fyrir sínu í gærkvöldi. Gústaf Ásgeir og Draupnir frá Brautarholti  voru einnig í A-úrslitum en áttu í erfiðleikum þar, spennandi hestur þó. Helga Una og Herjólfsdóttirin Þoka frá Hamarsey sigruðu b-úrslitin. Þoka er einungis 6 vetra og á hún greinilega framtíðina fyrir sér á keppnisvellinum. Sú breyting hefur orðið í KS-Deildinni að sigurvegari b-úrslita fer ekki upp í A-úrslit. Teljum við þetta vera mjög hestvæna breytingu og sérstaklega fyrir svona ung hross eins og Þoku. 
Önnur 6 vetra hryssa stóð sig vel í gær og var einnig í b-úrslitum Nútíð frá Leysingjastöðum knapi hennar var Vigdís Gunnarsdóttir, þær hlutu 6,53 í úrslitum. Nútíð hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir hægt stökk og 9,5 fyrir hægt tölt. Mikið fjórgangsefni.

Það var Lið Hrímnis sem sigraði liðakeppnina í gær. Liðsstjórinn Þórarinn Eymundsson í A-úrslitum og Helga Una & Jóhanna Margrét í b-úrslitum.

A-Úrslit

1. Artemisia Bertus & Korgur frá Ingólfshvoli - 7,50
2. Fanndís Viðarsdóttir & Stirnir frá Skriðu - 7,23
3. Þórarinn Eymundsson & Taktur frá Varmalæk - 6,93
4. Elvar E. Einarsson & Gjöf frá Sjávarborg - 6,87
5. Gústaf Ásgeir Hinriksson & Draupnir frá Brautarholti - 6,37

B-úrslit
6.Helga Una Björnsdóttir & Þoka frá Hamarsey - 6,73
7.Jóhanna Margrét Snorradóttir & Kári frá Ásbrú - 6,67
8-9.Vigdís Gunnarsdóttir & Nútíð frá Leysingjastöðum - 6,53
8-9. Viðar Bragason & Þytur frá Narfastöðum - 6,53
10.Hallfríður S. Óladóttir & Kvistur frá Reykjavöllum - 6,37

Niðurstöður úr forkeppni
1.Artemisia Bertus & Korgur frá Ingólfshvoli - 7,23
2. Fanndís Viðarsdóttir & Stirnir frá Skriðu - 6,93
3. Þórarinn Eymundsson & Taktur frá Varmalæk - 6,70
4. Elvar E. Einarsson & Gjöf frá Sjávarborg - 6,63

5. Gústaf Ásgeir Hinriksson & Draupnir frá Brautarholti - 6,57
6. Helga Una Björnsdóttir & Þoka frá Hamarsey - 6,53
7. Vigdís Gunnarsdóttir & Nútíð frá Leysingjastöðum - 6,47
8. Jóhanna Margrét Snorradóttir & Kári frá Ásbrú - 6,43

9. Hallfríður S. Óladóttir & Kvistur frá Reykjavöllum - 6,43
10. Viðar Bragason & Þytur frá Narfastöðum - 6,40
11. Mette Mannseth & Sif frá Þúfum - 6,37
12. Ísólfur Líndal & Ósvör frá Lækjamóti - 6,33

13. Finnbogi Bjarnason & Úlfhildur frá Strönd - 6,30
14. Flosi Ólafsson & Hildur frá Flugumýri - 6,17
15. Fanney Dögg Indriðadóttir & Táta frá Grafarkoti - 6,17
16. Fríða Hansen & Kvika frá Leirubakka - 6,10

17. Barbara Wenzl & Kveðja frá Þúfum - 6,03
18. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir & Sara frá Lækjarbrekku - 6,00
19. Baldvin Ari Guðlaugsson & Dúkkulísa frá Þjóðólfshaga - 5,80
20. Sigurður Rúnar Pálsson & Reynir frá Flugumýri - 5,57
21. Lilja Pálmadóttir & Mói frá Hjaltastöðum - 0

Liðakeppni

Hrímnir - 52
Draupnir/Þúfur - 40
Team-Jötunn - 38,5
Hofstorfan/66norður - 35

Íbess-TopReiter - 29,5
Lífland - 28,5
Mustad  - 13,5

/Heimild: KS deildin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir