Dagsferð Skagfirðings í Reyki

Frá ferð í Reyki 2018. Mynd: PF.
Frá ferð í Reyki 2018. Mynd: PF.

Nú er tími hinna sönnu túrhesta og flengjast þeir vítt og breitt um landið. Hestamannafélagið Skagfirðingur heldur úti ferðanefnd fyrir félagsmenn og að auki við Jónsmessuferð var á dögunum farin sér kvennaferð frá Kjálkabrú og yfir Merkigilið. Um helgina stefnir nefndin á dagsferð í Reyki.

Búið er að stofna viðburð á Facebook „Reiðtúr í Reyki á Reykjaströnd“ en þar stendur að farið verðin veri dagsferð í Reyki á Reykjaströnd laugardaginn 13. júlí nk. Lagt af stað frá hesthúsahverfinu Sauðárkróki klukkan 13 og sjálfsagt að bætast í hópinn hvar sem er á leiðinni. Verð fyrir mat og aðgang í Grettislaug kr. 3000 pr. mann. Bíll verður með í för til að taka sundfötin. Þetta er teymingarferð og vegalengdin er u.þ.b. 18 km aðra leiðina frá hesthúsahverfinu. Skráning og nánari upplýsingar hjá Steinunni í síma 842 6033 og hjá Heiðari í síma 694 8373 fyrir miðvikudaginn 10. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir