Fullskipað í landslið Íslands í hestaíþróttum

Það er fallegt í Biri/Mynd: Wikimedia.org
Það er fallegt í Biri/Mynd: Wikimedia.org

Íslenska landsliðið í hestaíþróttum hefur verið valið af Páli Braga Hólmgeirssyni, liðstjóra. Landsliðið keppir á Norðurlandamóti íslenska hestsins í Noregi, dagana 8.- 14. ágúst næstkomandi. Frá þessu er sagt í Hestafréttum.

Þetta árið verður bæði íþróttakeppni og gæðingakeppni á Norðurlandamótinu og mun Ísland tefla fram sterku liði í báðum keppnunum. Á Norðurlandamótinu í Danmörku árið 2014, var í fyrsta sinn keppt í gæðingakeppni til reynslu en í ár eru gæðingaflokkarnir fullgildar keppnisgreinar.
Norðurlandamótið fer fram í Biri í Noregi, norðan við Osló og byrjar þriðjudaginn 9. ágúst. Þá verður forkeppnin í gæðingaflokkunum háð en bráðabirgðadagskrá fyrir mótið má finna á heimasíðu mótsins.

Norðurland vestra á sína fulltrúa í landsliðinu en það eru þau Ísólfur Líndal á Lækjartorgi í Húnaþingi vestra og Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Skörðugili í Skagafirði. Spennandi verður að fylgjast með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir