Fákaflug 2021- skráningu lýkur í kvöld

Komma frá Garði og Bjarni Jónasson en þau garði garðinn frægan hér á árum áður á Fákaflugi sem og á öðrum mótum. Mynd: Dagur Brynjólfsson.
Komma frá Garði og Bjarni Jónasson en þau garði garðinn frægan hér á árum áður á Fákaflugi sem og á öðrum mótum. Mynd: Dagur Brynjólfsson.

Gæðingamótið Fákaflug verður haldið um helgina, dagana 14. og 15. ágúst, á Sauðárkróki. Fákaflug er rótgróið mót sem var á árum áður haldið á Vindheimamelum en undanfarin ár hafa fákar flogið á Sauðárkróki. 

Keppt verður í í sérstakri forkeppni í barnaflokki, unglingaflokki, A- og B-flokki ungmenna, A- og B-flokki áhugamanna, A- og B- flokki, gæðingatölti og gæðingatölti áhugamanna. Einnig verður boðið upp á pollaflokk. 

Skráningargjaldið er 3500 kr en frítt er í pollaflokk. Skráning fer fram á www.sportfengur.com þar sem mótshaldari er Skagfirðingur og lýkur henni í kvöld, fimmtudaginn 12. ágúst klukkan 20:00.

Það má bæta því við að Gæðingamótanefnd Skagfirðings óskar eftir einstaklingum til að aðstoða í gæðingamótanefnd.

/SMH

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir