Góður hestakostur á félagsmóti Skagfirðings

B-flokkur gæðinga
B-flokkur gæðinga

Félagsmót Skagfirðings og úrtaka fyrir fjórðungsmót fór fram um helgina á félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Á mótinu sáust flott tilþrif og ljóst er að Hestamannafélagið Skagfirðingur verður vel mannaður og hestaður á Fjórðungsmóti Vesturlands sem fram fer í Borgarnesi 7. – 11. júlí næstkomandi.

Í A-flokki gæðinga urðu þeir Korgur frá Garði og Bjarni Jónasson efstir með 8.81 í aðaleinkunn og hlutu því Blesabikarinn en hann er veittur efsta hrossi í A-flokki, gefinn af Sveini Guðmundssyni og fjölskyldu. Einnig var Drottningarbikarinn veittur sem gefinn var af Ottó Þorvaldssyni í Viðvík til minningar um eiginkonu sína fyrir hæst dæmdu alhliðahryssuna í þessu flokki en það var Lokbrá frá Hafsteinsstöðum setin af Skapta Steinbjörnssyni með aðaleinkunn uppá 8.76. Þetta er fimmta árið í röð sem Skapti hlýtur þann bikar, alltaf á merum úr ræktun þeirra á Hafsteinsstöðum.

A-flokkur Gæðinga – A-úrslit

Korgur frá Garði

Bjarni Jónasson

8.81

Lokbrá frá Hafsteinsstöðum

Skapti Steinbjörnsson

8.76

Kalsi frá Þúfum

Mette Manseth

8.74

Vegur frá Kagaðarhóli

Þórarinn Eymundsson
(setinn af Alexander Uekötter í úrslitum)

8.72

Nátthrafn frá Varmalæk

Þórarinn Eymundsson

8.70

Kíkir frá Hafsteinsstöðum

Skapti Steinbjörnsson
(setinn af Skapta Skaptasyni í úrslitum)

8.50

 

Tumi frá Jarðbrú og Þórarinn Eymundsson urðu efstir í B-flokki gæðinga með 9.06 í aðaleinkunn og hlutu því Steinbjörnsbikarinn en hann er veittur efsta hrossi í B-flokk og gefinn af fjölskyldunni á Hafsteinsstöðum til minningar um Steinbjörn M. Jónsson. Skammt á hæla Tuma og Þórarins kom síðan List frá Þúfum setin af Mette Manseth með 8.98 í aðaleinkunn. Glæsilegar tölur þar á ferð.

B-flokkur Gæðinga – A-úrslit

Tumi frá Jarðbrú

Þórarinn Eymundsson

9.06

List frá Þúfum

Mette Manseth

8.98

Hraunar frá Vatnsleysu

Arndís Brynjólfsdóttir

8.53

Jónas frá Litla-Dal

Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir

8.46

Filma frá Tunguhálsi

Artemisia Bertus

8.26


Í Gæðingatölti stóð Lífeyrissjóður frá Miklabæ uppi sem sigurvegari með 8.47 í aðaleinkunn, setinn af Rakel Eir Ingimarsdóttur.

Gæðingatölt – A-úrslit

Lífeyrissjóður frá Miklabæ

Rakel Eir Ingimarsdóttir

8.47

Vígablesi frá Djúpadal

Sveinn Brynjar Friðriksson

8.39

Sprækur frá Fitjum

Rósanna Valdimarsdóttir

8.28

Muni frá Syðra-Skörðugili

Elvar Einarsson

8.26


Í B-flokki ungmenna stóðu þær Guðný Rúna Vésteinsdóttir og Þruma frá Hofstaðaseli uppi sem sigurvegarar með 8.54 í aðaleinkunn og hlutu Vörumiðlunarbikarinn en hann er gefinn af Vörumiðlun ehf.

B-flokkur ungmenna – A-úrslit

Þruma frá Hofsstaðaseli

Guðný Rúna Vésteinsdóttir

8.54

Ösp frá Narfastöðum

Freydís Þóra Bergsdóttir

8.49

Dagrenning frá Dýrfinnustöðum

Ingunn Ingólfsdóttir

8.38

Þinur frá Reykjavöllum

Herjólfur Hrafn Stefánsson

8.34

Snót frá Helgustöðum

Helgi Hjörvar Hjartarson

8.10

Straumur frá Eskifirði

Björg Ingólfsdóttir

7.32



Þórgunnur Þórarinsdóttir og Hnjúkur frá Saurbæ hlutu Svaðabikarinn en þau enduðu efst í unglingaflokki með 8.51 í aðaleinkunn. Svaðabikarinn er veittur efsta pari í unglingaflokki en hann er gefinn af Lilju Pálmadóttur til minningar um Svaða frá Hellulandi farsælan og staðfastan hest sem öll fjölskyldan naut góðs af á keppnisvellinum, börn jafnt sem fullorðnir.

Unglingaflokkur – A-úrslit

Hnjúkur frá Saurbæ

Þórgunnur Þórarinsdóttir

8.51

Ölver frá Narfastöðum

Katrín Ösp Bergsdóttir

8.35

Nótt frá Ríp

Ólöf Bára Birgisdóttir

8.29



Í barnaflokki báru þau Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Flipi frá Bergstöðum sigur úr býtum með 8.55 í aðaleinkunn og hlutu því Narfastaðabikarinn sem gefinn er af Bjarna Jónassyni.

Barnaflokkur – A-úrslit

Flipi frá Bergsstöðum

Hjördís Halla Þórarinsdóttir

8.55

Georgína Búsk frá Vindheimum

Marey Kristjánsdóttir

8.09



Í A-flokki – gæðingaflokki 2 urðu þær Sól frá Hvalnesi og Philine Weinerth með 8.22 í aðaleinkunn og fengu að launum Kolkubikarinn sem er gefinn af Tunguhálsi II til miningar um Kolku frá Kolkuósi, ættmóður á Tunguhálsi II.

A-flokkur Gæðingaflokkur 2 – A-úrslit

Sól frá Hvalnesi

Philine Weinerth

8.22

Bylur frá Syðra-Garðshorni

Ingimar Jónsson

8.17

Króna frá Saurbæ

Pétur Ingi Grétarsson

7.41



Röskur frá Varmalæk 1 og Guðmundur Þór Elíasson urðu hlutskarpastir í B-flokki, gæðingaflokki 2 með 8.31 í aðaleinkunn og var þeim því veittur Svölubikarinn sem er til minningar um Svölu frá Glæsibæ, mikillar ættmóður.

B-flokkur Gæðingaflokkur 2 – A-úrslit

Röskur frá Varmalæk 1

Guðmundur Þór Elíasson

8.31

Syrpa frá Ríp

Sigurlína Erla Magnúsdóttir

8.28

Gammur frá Enni

Birna M Sigurbjörnsdóttir

8.248

Snillingur frá Hlíð

Guðrún Hanna Kristjánsdóttir

8.243

Hekla frá Garði

Julia Katharina Peikert

8.07

Vera frá Innstalandi

Pétur Ingi Grétarsson

7.85



Í gæðingatölti, gæðingaflokki 2 urðu þær Viðja frá Narfastöðum og Ingrid Tvergrov hlutskarpastar með 8.44 í aðaleinkunn.

Gæðingatölt Gæðingaflokkur 2 – A-úrslit

Viðja frá Narfastöðum

Ingrid Tvergrov

8.44

Flís frá Hemlu

Katrín Ösp Bergsdóttir

8.30

Vera frá Innstalandi

Pétur Ingi Grétarsson

8.03


Einnig var keppt í pollaflokki á mótinu og þar sáust glæsileg tilþrif.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir