Fjögur bú af Norðurlandi vestra tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2018

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau tólf hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Á hestafrettir.is kemur fram að valið hafi staðið á milli 49 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Þrjú þeirra eru skagfirsk og eitt úr Húnaþingi. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2018 sem haldin verður í Spretti, Samskipahöllinni, laugardaginn 27. október næstkomandi.

Ræktunarbú ársins verður svo verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum um kvöldið.

Úr Húnaþingi var Steinnes tilnefnt þar sem Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir og fjölskylda ráða ríkjum.

Úr Skagafirði voru tilnefnd Íbishóll, Elisabeth Jansen og Magnús B. Magnússon, Stóra-Vatnsskarð, Benedikt G. Benediktsson og Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth.

Önnur tilnefnd bú eru:

Berg, Anna Dóra Markúsardóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson

Fet, Karl Wernersson

Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius

Hamarsey, Hannes Sigurjónsson og Inga Cristina Campos

Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble

Steinsholt, Jakob S. Sigurðsson og Sigurður G. Sigurðsson

Stuðlar, Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson

Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir