Fjöldi tilnefninga af Norðurlandi vestra á uppskeruhátíð hestamanna

Ósk Elvarsdóttir frá Syðra-Skörðugili er tilnefnd sem efnilegasti knapi ársins af valnefnd LH. Mynd úr einkasafni.
Ósk Elvarsdóttir frá Syðra-Skörðugili er tilnefnd sem efnilegasti knapi ársins af valnefnd LH. Mynd úr einkasafni.

Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda verður haldin nk. laugardagskvöld 2. nóvember í Súlnasal Hótel Sögu. Fjögur bú af Norðurlandi vestra hafa verið tilnefnd sem ræktunarbú ársins, eitt sem keppnishestabú ársins og sex knapar í sjö flokkum.

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins en valið stóð á milli 30 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Á heimasíðu Bændasamtaka Íslands segir að tilnefnd séu tólf efstu bú ársins að loknum útreikningi en í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru þau því 14 í ár.

Þau fjögur bú, af Norðurlandi vestra sem eru tilnefnd eru:

Hafsteinsstaðir, Hildur Claessen og Skapti Steinbjörnsson
Hólabak, Björn Magnússon
Höfðabakki, Sigrún Kristín Þórðardóttir og Sverrir Sigurðsson
Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth

Önnur bú eru:

Fet, Karl Wernersson
Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius
Hlemmiskeið 3, Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir
Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
Rauðalækur, Eva Dyröy, Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Kristján G. Ríkharðsson
Stóra-Hof, Bæring Sigurbjörnsson og Kolbrún Jónsdóttir
Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir
Strandarhjáleiga, Sigurlín Óskardóttir, Þormar Andrésson og fjölskylda
Stuðlar, Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson
Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson

Minni-Reykir í Fljótum er meðal fjögurra búa sem valnefnd LH, Landssambands Hestamanna tilnefndi til keppnishestabús ársins. Önnur eru Kirkjubær, Litla-Brekka, Syðri-Gegnishólar/Ketilsstaðir og Þóroddsstaðir.

Sex knapar er tengjast Norðurlandi vestra eru í hópi tilnefndra til knapaverðlauna í sjö flokkum:
Jóhann R. Skúlason sem íþróttaknapi ársins, Bergþór Eggertsson, Jóhann Magnússon og Þórarinn Eymundsson í flokki skeiðknapa ársins og sem efnilegasti knapi ársins er Ásdís Ósk Elvarsdóttir tilnefnd. Þá eru þau Helga Una Björnsdóttir og Þórarinn Eymundsson tilnefnd sem kynbótaknapar ársins.

Allir tilnefndir knapar í fullorðinsflokkum koma svo til greina sem „knapi ársins 2019“.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir