Fleinn og Herdís Einars sigruðu í 1. flokki í gæðingatölti

Fyrsta mótið í vetrarmótaröð Hestamannafélagsins Þyts í Húnaþingi vestra var haldið í Þytshöllinni föstudagskvöldið 11. febrúar. Keppt var í gæðingatölti og segir á heimasíðu félagsins að þátttaka hafi verið ágæt.

„Mjög gaman hvað komu margir að horfa. Fólk greinilega til í að hittast, horfa á hross og spjalla. Tveir pollar mættu til leiks en það voru þau Margrét Þóra Friðriksdóttir á Kommu frá Hafnarfirði og Ýmir Andri Elvarsson á Esju frá Grafarkoti,“ segir á thytur.123.is.

Úrslit urðu þau að Fleinn frá Grafarkoti og Herdís Einarsdóttir sigruðu í 1. flokki með einkunnina 8,550, Brynjar frá Syðri-Völlum og Ingunn Reynisdóttir í 2. flokki með 8,583 og Óskar Einar Hallgrímsson og Frosti frá Höfðabakka í 3. flokki með einkunnina 8,342.

Í unglingaflokki báru þeir Indriði Rökkvi Ragnarsson og Vídalín frá Grafarkoti sigur úr bítum með einkunnina 8,517 og Ayanna Manúela Alves og Kiljan frá Múla báru sigurorð af Herdísi Erlu Elvarsdóttur og Esju frá Grafarkoti, sem stóðu efst eftir forkeppni, með einkunnina 7,700.

Næsta mót verður þann 12. mars þegar keppt verður í V5.

Önnur úrslit má sjá á heimasíðu Þyts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir