Flugeldar og hross eiga ekki saman

Enn er mikill snjór á Norðurlandi og girðingar víða á kafi. Hmf. Skagfirðingur vill koma þeim skilaboðum til allra að fara varlega með flugelda ef hross eru í nágrenninu. Einnig ættu hrossaeigendur að gera ráðstafanir ef hross eru nálægt þekktum skotsvæðum. Mynd: PF.
Enn er mikill snjór á Norðurlandi og girðingar víða á kafi. Hmf. Skagfirðingur vill koma þeim skilaboðum til allra að fara varlega með flugelda ef hross eru í nágrenninu. Einnig ættu hrossaeigendur að gera ráðstafanir ef hross eru nálægt þekktum skotsvæðum. Mynd: PF.

Stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings bendir á það á heimasíðu sinni að nú um áramótin séu margar hestagirðingar á kafi í snjó og því umhugsunarefni hvernig hross geti brugðist við þegar farið verður að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld.

„Hestar, sem og önnur dýr, hræðast flugelda, ljósin og hávaðan sem þau valda. Þau leggja á stjórnlausan flótta verði þau hrædd og núna þegar margar girðingar halda ekki vegna snjóa er mikil hætta á að slys geti hlotist af. Stjórn Hmf. Skagfirðings vill því beina því til hestamanna og almennings, að vera vakandi um umhverfi sitt þegar skotið er upp á gamlárskvöld. Láta dýrin njóta vafans og hafa mikla fjarlægð á milli flugeldaskota og hesta.

Með kærri Gamlárskveðju og von um örugg hross í Skagafirði,“ segir á Skagfirðingur.is.

Tengd frétt: Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir