Frábær árangur Skagfirðinga á HM íslenska hestsins í Berlín

Heimsmeistararnir Jóhann Rúnar Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum. Mynd: lhhestar.is
Heimsmeistararnir Jóhann Rúnar Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum. Mynd: lhhestar.is

Skagfirðingarnir í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum, Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Jóhann R. Skúlason, voru í eldlínunni á lokadegi Heimsmeistaramóts íslenska hestsins, sem fram fór í Berlín í liðinni viku. Unnu þau bæði til verðlauna í samanlögðum fjórgangsgreinum hvorn í sínum flokknum.

Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk gerðu vel þegar þau unnu silfur í tölti, T1 ungmenna, og 3.-5. sæti í fjórgangi ungmenna og í öðru sæti yfir samanlagðar fjórgangsgreinar. Jóhann Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum sigruðu bæði fjórgang og tölt með glæsibrag, einnig sigraði Jóhann í samanlögðum fjórgangsgreinum og fór því heim með þrenn gullverðlaun. Á FB síðu Hestamannafélagsins Skagfirðings kemur einnig fram að 

Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk

Eyrún Ýr Pálsdóttir og Eyrún Ýr frá Hásæti hafi sigrað sex vetra flokk hryssna í kynbótasýningu.

Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk: Mynd: lhhestar.

Þrír Húnvetningar kepptu einnig á mótinu á þremur húnvetnskum hestum. Á Húna.is segir að Tryggvi Björnsson og Helga Una Björnsdóttir hafi verið með kynbótahross fyrir Ísland á mótinu, Ham frá Hólabaki, fimm vetra og Spaða frá Barkarstöðum, sex vetra. Bergþór Eggertsson og Besti frá Upphafi kepptu í 250 metra skeiði, gæðingaskeiði og 100 metra skeiði í flokki fullorðna. Hesturinn Dynfari frá Steinnesi keppti, ásamt knapa sínum, í gæðingaskeiði, 100 metra skeiði og 250 metra skeiði í flokki fullorðna.

„Teitur Árnason og Dynfari frá Steinnesi urðu heimsmeistarar í gæðingaskeiði og varð Bergþór Eggertsson og Besti frá Upphafi í þriðja sæti. Í kynbótadómum varð Spaði frá Barkarstöðum efstur í flokki sex vetra hesta, með Helgu Unu Björnsdóttur sem knapa. Hamur frá Hólabaki endaði annar í flokki fimm vetra stóðhesta, með Tryggva Björnsson sem knapa,“ segir á Húna.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir