Gæðingaleikar í Svaðastaðahöllinni á morgun

Gæðingadómarafélag LH og hestamannafélagið Skagfirðingur halda gæðingaleika á morgun, laugardaginn 23. mars, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt verður í öllum flokkum gæðinga.

Riðin verður sérstök forkeppni þar sem 2-3 hestar verða í braut hverju sinni. Í B-flokki verður riðið hægt tölt, brokk og yfirferð. Í A-flokki verður riðið tölt, brokk og skeið í gegnum höllina. Í barnaflokki verður riðið tölt eða brokk og stökk. Í unglingaflokki verður riðið hægt tölt, brokk og yfirferðargangur.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir