Góð stemning á Vetrarmótaröð Þyts

Pollinn Margrét Þóra Friðriksdóttir og pabbi hennar Friðrik Már að hita upp fyrir pollaflokkinn. Mynd: thytur.123.is.
Pollinn Margrét Þóra Friðriksdóttir og pabbi hennar Friðrik Már að hita upp fyrir pollaflokkinn. Mynd: thytur.123.is.

Annað mót í Vetrarmótaröð Þyts var haldið sunnudaginn 13. mars og var þátttaka með ágætum. Á heimasíðu Þyts segir að gaman hafi verið að sjá hve margir áhorfendur komu og fylgdust með.

Tveir pollar tóku þátt, Margrét Þóra Friðriksdóttir á Gusti sínum og Ýmir Andri Elvarsson á Esju. Í barnaflokki keppti aðeins eitt barn en það var Herdís Erla Elvarsdóttir á Esju frá Grafarkoti og kepptu þær í þrígangi og stóðu sig með prýði. Sláturhús KVH var aðalstyrktaraðili mótsins og fengu allir sem komust í úrslit hangikjötsrúllu frá þeim.

Helstu úrslit í öðrum greinum urðu eftirfarandi:

Meistaraflokkur

1 - 2. Kolbrún Grétarsdóttir Jaðrakan frá Hellnafelli 6,75
1. - 2. Ísólfur Líndal Þórisson Grettir frá Hólum 6,75
3. Elvar Logi Friðriksson Teningur frá Víðivöllum fremri 6,71

2. flokkur

  1. Kolbrún Stella Indriðadóttir Trúboði frá Grafarkoti 6,54
  2. Fríða Marý Halldórsdóttir Sesar frá Breiðabólsstað 6,38
  3. Vigdís Gunnarsdóttir Flinkur frá Steinnesi 6,29

3. flokkur

  1. Sigrún Eva Þórisdóttir Freyja frá Brú 6,00
    2-3. Eva-Lena Lohi Draumur frá Hvammstanga 5,83
    2-3. Óskar Einar Hallgrímsson Frosti frá Höfðabakka 5,83

Unglingaflokkur

  1. Aðalbjörg Emma Maack Daníel frá Vatnsleysu 6,50
    2. Indriði Rökkvi Ragnarsson Vídalín frá Grafarkoti 6,25
    3-4. Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir Kjarval frá Hjaltastaðahvammi 5,96
    3-4. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Nánd frá Lækjamóti II 5,96

Myndir og önnur úrslit er hægt að nálgast HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir