Grill og aðalfundur Flugu í dag

Stjórn Flugu hf. hefur boðað til aðalfundar í dag í anddyri Reiðhallarinnar Svaðastaða kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og eru hluthafar og aðrir sem áhuga hafa á málefnum Reiðhallarinnar hvattir til að mæta. Einnig er boðið í grill klukkan sex.

Metnaðarfull starfsemi er á vegum Flugu og reiðhallarinnar Svaðastaða yfir veturinn og koma margir einstaklingar að með sjálfboðaliðsvinnu á einn eða annan hátt. Stjórn Flugu hefur ávallt boðið sjálfboðaliðum til grillveislu og verður hún áður en aðalfundur hefst eða klukkan 18 við höllina. „Verið velkomin að njóta veitinga í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í vetur,“ segir í tilkynningu frá stjórninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir