Eyrún Ýr fyrsta konan sem sigrar A-flokk á Landsmóti

Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri sigurvegarar A-flokks á LM2016. Einnig hlaut hún Gregersen-styttuna fyrir prúðmennsku og vel hirtan hest. Mynd/Eidfaxi.is/Haraldur Guðjónsson.
Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri sigurvegarar A-flokks á LM2016. Einnig hlaut hún Gregersen-styttuna fyrir prúðmennsku og vel hirtan hest. Mynd/Eidfaxi.is/Haraldur Guðjónsson.

Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við landsmótsgesti í gær en stemningin var þrusugóð og boðið uppá hörkuspennandi keppni. Hrannar frá Flugumýri II sigraði A-flokk gæðinga á Landsmóti á Hólum, setinn af Eyrúnu Ýr Pálsdóttur og kepptu þau fyrir Skagfirðing. 

Þau hlutu 9,16 í einkunn. Eyrún Ýr er jafnframt fyrsta konan sem sigrar A-flokk á Landsmóti, gaman að því. Hún hlaut að auki Gregesen styttuna sem veitist þeim knapa sem skarar fram úr í A eða B flokki gæðinga og sýnir prúðmannlega reiðmennsku á afburða vel hirtum hesti. 

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili skákaði Loka frá Selfossi og sigraði B-flokkinn með 9,21. Loki var þó mjög skammt undan með 9,18. Jakob Svavar Sigurðsson sat Nökkva en Árni Björn Pálsson Loka. 

Konráð Valur Sveinsson sigraði 100m skeiðið hér á LM á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II á besta tíma ársins í heiminum til þessa, 7,42. 

Gústaf Ásgeir Hinriksson úr Fáki er Landsmótssigurvegari í ungmennaflokki á hestinum Pósti frá Litla-Dal með einkunnina  8,88. 

Hafþór Hreiðar Birgisson úr Spretti sigraði unglingaflokkinn á Villimey frá Hafnarfirði og hlutu þau 8,82 í einkunn. Mjög skammt undan í öðru sæti var Hákon Dan Ólafsson úr Fáki á Gormi frá Garðakoti og munaði aðeins 0,01. 

Kristján Árni á Sjens frá Bringu er Landsmótssigurvegari í barnaflokki á Sjens frá Bringu með 8,95 í einkunn.

Fimm stóðhestur hlutu 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Þetta eru glæsihestar með aðaleinkunn kynbótamats á bilinu 118-129. 

Röðun þessara hesta varð þessi:

  • Spuni frá Vesturkoti
  • Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum
  • Grunur frá Oddhóli
  • Seiður frá Flugumýri II
  • Kjerúlf frá Kollaleiru 

Þá var Sleipnisbikarinn afhentur í gærkvöldi en hann er veittur þeim stóðhesti sem hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið. Það var Arður frá Brautarholti sem hlaut bikarinn að þessu sinni. 

„Þeir voru tveir stóðhestarnir sem hlutu heiðursverðlaun í ár en hinn hesturinn var Gaumur frá Auðsholtshjáleigu, sem hlaut annað sætið. Arður mætti sjálfur til að taka við sínum verðlaunum með stórum og fögrum hópi afkvæma sinna. Gaumur var hins vegar upptekinn við skyldustörf en afkvæmi hans mættu í stórum hópi og voru glæsileg og tilþrifamikil,“ segir í fréttatilkynningu.  

Nánari úrslit laugardagsins má sjá hér að neðan:

A-flokkur gæðinga

Sæti Keppandi 

1 Hrannar frá Flugumýri II / Eyrún Ýr Pálsdóttir 9,16 

2 Arion frá Eystra-Fróðholti / Daníel Jónsson 9,04 

3 Skýr frá Skálakoti / Jakob Svavar Sigurðsson 8,92 

4 Undrun frá Velli II / Elvar Þormarsson 8,91 

5 Krókus frá Dalbæ / Sigursteinn Sumarliðason 8,91 

6 Sjóður frá Kirkjubæ / Guðmundur Björgvinsson 8,83 

7 Nagli frá Flagbjarnarholti / Sigurbjörn Bárðarson 8,80 

8 Þór frá Votumýri 2 / Atli Guðmundsson 8,65

 

B-flokkur A-úrslit

1 Nökkvi frá Syðra-Skörðugili / Jakob Svavar Sigurðsson 9,21 

2 Loki frá Selfossi / Árni Björn Pálsson 9,18 

3 Spölur frá Njarðvík / Ásmundur Ernir Snorrason 8,99 

4 Frami frá Ketilsstöðum / Elin Holst 8,98 

5 Katla frá Ketilsstöðum / Bergur Jónsson 8,85 

6 Hátíð frá Forsæti II / Jón Páll Sveinsson 8,85 

7 Vökull frá Efri-Brú / Ævar Örn Guðjónsson 8,76 

8 Sökkull frá Dalbæ / Guðmundur Björgvinsson 8,66

 

Skeið 100m (flugskeið) 

"Keppandi " Tími

1 " Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II  " 7,42

2 " Helga Una Björnsdóttir  Besti frá Upphafi  " 7,45

3 " Bjarni Bjarnason  Hera frá Þóroddsstöðum  " 7,52

4 " Teitur Árnason  Jökull frá Efri-Rauðalæk  " 7,56

5 " Árni Björn Pálsson  Skykkja frá Breiðholti í Flóa  " 7,57

6 " Gústaf Ásgeir Hinriksson  Andri frá Lynghaga  " 7,57

7 " Svavar Örn Hreiðarsson  Hekla frá Akureyri   " 7,58

8 " Ævar Örn Guðjónsson  Vaka frá Sjávarborg  " 7,59

9 " Sigurður Vignir Matthíasson  Léttir frá Eiríksstöðum  " 7,68

10 " Finnur Jóhannesson  Tinna Svört frá Glæsibæ  " 7,68

11 " Ísólfur Líndal Þórisson  Viljar frá Skjólbrekku  " 7,70

12 " Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir  Ása frá Fremri-Gufudal  " 7,74

13 " Lárus Jóhann Guðmundsson  Tinna frá Árbæ  " 7,83

14 " Þórarinn Eymundsson  Bragur frá Bjarnastöðum  " 7,85

15 " Dagmar Öder Einarsdóttir   Odda frá Halakoti  " 7,97

16 " Hulda Finnsdóttir  Funi frá Hofi  " 8,04

17 " Ragnar Stefánsson  Hind frá Efri-Mýrum  " 8,05

18 " Ragnar Tómasson  Isabel frá Forsæti  " 8,07

19 " Valdís Björk Guðmundsdóttir  Erill frá Svignaskarði  " 8,26

20 " Þorgeir Ólafsson  Ögrunn frá Leirulæk  " 8,43

 

Ungmennaflokkur 

Sæti Keppandi 

1 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Póstur frá Litla-Dal 8,88 

2 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir / Rauður frá Syðri-Löngumýri 8,84 

3 Dagmar Öder Einarsdóttir / Glóey frá Halakoti 8,70 

4 Anna-Bryndís Zingsheim / Dagur frá Hjarðartúni 8,64 

5 Fríða Hansen / Hekla frá Leirubakka 8,61 

6 Brynja Kristinsdóttir / Kiljan frá Tjarnarlandi 8,59 

7 Þóra Höskuldsdóttir / Huldar frá Sámsstöðum 8,59 

8 Sonja S Sigurgeirsdóttir / Jónas frá Litla-Dal 8,58

 

Unglingaflokkur

Sæti Keppandi 

1 Hafþór Hreiðar Birgisson / Villimey frá Hafnarfirði 8,82 

2 Hákon Dan Ólafsson / Gormur frá Garðakoti 8,81 

3 Þóra Birna Ingvarsdóttir / Þórir frá Hólum 8,72 

4 Annika Rut Arnarsdóttir / Spes frá Herríðarhóli 8,66 

5 Egill Már Þórsson / Saga frá Skriðu 8,65 

6 Arnar Máni Sigurjónsson / Hlekkur frá Bjarnarnesi 8,52 

7 Thelma Dögg Tómasdóttir / Taktur frá Torfunesi 8,47 

8 Kristín Ellý Sigmarsdóttir / Perla frá Höskuldsstöðum 8,18

 

Barnaflokkur A-úrslit

Sæti Keppandi 

1 Kristján Árni Birgisson / Sjéns frá Bringu 8,95 

2 Signý Sól Snorradóttir / Rafn frá Melabergi 8,79 

3 Júlía Kristín Pálsdóttir / Kjarval frá Blönduósi 8,77 

4 Glódís Líf Gunnarsdóttir / Magni frá Spágilsstöðum 8,72 

5 Guðný Dís Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 8,72 

6 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir / Glaður frá Kjarnholtum I 8,71 

7 Védís Huld Sigurðardóttir / Baldvin frá Stangarholti 8,69 

8 Sigrún Högna Tómasdóttir / Heljar frá Þjóðólfshaga 1 8,63

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir